Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson komu báðir inn af bekknum í 2-1 sigri Sogndal á Lysekloster. Leikurinn fór alla leið í framlengingu og þar var það Jónatan Ingi sem hvar hetja Sogndal en hann skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik framlengingarinnar.
Birkir Bjarnason skoraði bæði mörk Viking sem vann 2-0 sigur á Vidar á útivelli. Birkir kom inn af varamannabekknum í hálfleik og skoraði mörkin með tíu mínútna millibili um miðjan hálfleikinn.
Kristall Máni Ingason kom inn sem varamaður sem féll úr keppni eftir tap gegn liði Stördals-Blink sem leikur í þriðju efstu deild Noregs. Rosenborg hefur gengið illa í upphafi tímabils og spurning hvort þetta tap verði til þess að Kjetil Rekdal knattspyrnustjóri liðsins þurfi að taka pokann sinn.
Brynjar Ingi Bjarnason lék í 65 mínútur fyrir Ham Kam í 8-0 sigri liðsins á Mjölner. Þá lék Júlíus Magnússon allan leikinn fyrir Fredrikstad sem vann Örn Horten 1-0 og Bjarni Mark Antonsson kom af bekknum á 61. mínútu í öruggum 3-0 sigri Start á Halsen.