Helgi Andri segir upp og biður konunnar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2023 22:04 Helgi Andri Jónsson. Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ Helgi segir að á þeim rúmu tíu árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi SalesCloud vegnað vel. „SalesCloud hefur náð að hrista verulega upp í íslenska markaðnum og ryðja sér til rúms í geira sölulausna og það fyllir mig gríðarlegu stolti. Fyrirtækið er nú mikilvægur hlekkur í verslun í íslensku samfélagi og vinnur með yfir eina milljón greiðslna í mánuði hverjum. Vaxtarhraði þess í dag er enn mjög mikill og fer meira að segja fram úr vaxtarhraða síðasta árs. Á yfirstandandi ársfjórðungi höfum við náð að loka fleiri samningum en á sama tíma í fyrra og það er áður en tekið er tillit til júnítekna,“ segir Helgi í áðurnefndri yfirlýsingu. Þá segir hann mikið þrekvirki hafa unnist á tímum Covid og segist hann stoltur af því verki sem hann og starfsfólk hans hafi unnið. Framlag starfsfólksins hafi verið ómetanlegt og þakkar Helgi einnig fjárfestum sem færðu fyrirtækinu nauðsynlegt fjármagn. „Á persónulegum nótum þá langar mig að þakka fjölskyldunni minni fyrir að þola mig á þessum tíma. Þeirra stuðningur hefur verið leiðarljós mitt að von á erfiðum tímum. Ég er líka mjög þakklátur fyrir stuðning úr ólíkustu áttum og verið þannig hvattur áfram,“ segir Helgi. Hann segir síðasta árið ekki einungis verið krefjandi á atvinnusviðinu. Hann hafi orðið faðir í fyrsta sinn og sé að læra allt sem því fylgir. „Á stundum sem þessum er það svo skýrt hvað það er sem mestu máli skiptir. Fyrir mig er það fjölskyldan mín. Ég kýs að velja heill hennar fram yfir minn persónulega metnað til vinnu og vona að litli strákurinn minn lesi þetta einhvern tímann og verði stoltur af mér og þessari ákvörðun. Til lífsförunauts míns Kollu sem hefur alltaf verið kletturinn minn og alls engu síður í þessu ferðalagi mínu tengt vinnu. Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ spyr Helgi í lok yfirlýsingarinnar. Vistaskipti Ástin og lífið Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Helgi segir að á þeim rúmu tíu árum sem fyrirtækið hafi verið starfrækt hafi SalesCloud vegnað vel. „SalesCloud hefur náð að hrista verulega upp í íslenska markaðnum og ryðja sér til rúms í geira sölulausna og það fyllir mig gríðarlegu stolti. Fyrirtækið er nú mikilvægur hlekkur í verslun í íslensku samfélagi og vinnur með yfir eina milljón greiðslna í mánuði hverjum. Vaxtarhraði þess í dag er enn mjög mikill og fer meira að segja fram úr vaxtarhraða síðasta árs. Á yfirstandandi ársfjórðungi höfum við náð að loka fleiri samningum en á sama tíma í fyrra og það er áður en tekið er tillit til júnítekna,“ segir Helgi í áðurnefndri yfirlýsingu. Þá segir hann mikið þrekvirki hafa unnist á tímum Covid og segist hann stoltur af því verki sem hann og starfsfólk hans hafi unnið. Framlag starfsfólksins hafi verið ómetanlegt og þakkar Helgi einnig fjárfestum sem færðu fyrirtækinu nauðsynlegt fjármagn. „Á persónulegum nótum þá langar mig að þakka fjölskyldunni minni fyrir að þola mig á þessum tíma. Þeirra stuðningur hefur verið leiðarljós mitt að von á erfiðum tímum. Ég er líka mjög þakklátur fyrir stuðning úr ólíkustu áttum og verið þannig hvattur áfram,“ segir Helgi. Hann segir síðasta árið ekki einungis verið krefjandi á atvinnusviðinu. Hann hafi orðið faðir í fyrsta sinn og sé að læra allt sem því fylgir. „Á stundum sem þessum er það svo skýrt hvað það er sem mestu máli skiptir. Fyrir mig er það fjölskyldan mín. Ég kýs að velja heill hennar fram yfir minn persónulega metnað til vinnu og vona að litli strákurinn minn lesi þetta einhvern tímann og verði stoltur af mér og þessari ákvörðun. Til lífsförunauts míns Kollu sem hefur alltaf verið kletturinn minn og alls engu síður í þessu ferðalagi mínu tengt vinnu. Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ spyr Helgi í lok yfirlýsingarinnar.
Vistaskipti Ástin og lífið Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira