„Það verða margir með Jónsdóttir á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:00 Sveindís Jane Jónsdóttir með góðum hópi fólks sem studdi við bakið á henni á Emirates-leikvanginum í Lundúnum þegar Wolfsburg sló Arsenal út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stór hópur Íslendinga er mættur til Hollands til þess að styðja sérstaklega við bakið á Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á morgun. Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti