„Ein og hálf fokking mínúta“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 22:11 Arnar var allt annað en sáttur með Ívar Orra dómara. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. „Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10