Þögull sem gröfin í skugga þrálátra sögusagna Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 07:01 Ange Postecoglou með skoska bikarmeistaratitilinn í höndunum Vísir/Getty Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri skoska liðsins Celtic sem í gær tryggði sér þrennuna í Skotlandi, var þögull sem gröfin er hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu. Postecoglou er ítrekað orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham. Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou. Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou.
Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira