Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 09:41 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar. Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Langmest var að gera hjá lögreglunni í miðborginni. Þar þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum slagsmálum og var fjöldi ökumanna stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þar af var einn verulega ölvaður ökumaður valdur að bílslysi og gisti hann fangageymslu. Tveir menn voru handteknir í miðborginni og reyndust þeir báðir vera með piparúða á sér auk þess sem annar er grunaður um vörslu á fíkniefnum. Þeir gistu báðir fangageymslur. Einnig var lögreglan kölluð til vegna slagsmála þriggja manna sem gátu ekki framvísað skilríkjum. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og segir lögreglan þá grunaða um brot á útlendingalögum. Þá var óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála sem brutust út inni í bifreið. Tveir menn höfðu þar farið að deila og þurfti annar þeirra að leita á slysadeild vegna áverka. Lögreglan segir grun leika á að um stórfellda líkamsárás sé að ræða og var annar þeirra því vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Grímuklæddir menn með hafnaboltakylfur, bílabruni og flugeldar Í Kópavogi var tilkynnt um að grímuklæddir menn hefðu ráðist að öðrum manni með hafnaboltakylfum. Lögregla fór á vettvang og aðstoðaði brotaþola en þá voru árásarmennirnir flúnir af vettvangi. Þeirra er nú leitað. Einnig var tilkynnt um slagsmál á bar í Kópavogi þar sem tveir menn lentu í áflogum. Ekki hafi verið talin þörf á að vista mennina fyrir líkamsárás en annar þeirra þurfti aftur á móti að leita sér læknisaðstoðar á slysadeild vegna málsins. Þá var tilkynnt um þjófnað úr bifreið og saknaði eigandi ýmissa muna úr bílnum. Jafnframt kviknaði í bíl í Engihjalla og dreifði eldurinn sér í fjóra aðra bíla. Enginn særðist alvarlega en rúður á íbúðablokk sprungu, einn íbúi fór á bráðadeild með reykeitrun og eru allir fimm bílarnir ónýtir. Í Garðabænum átti sér stað fjögurra bíla árekstur á Vífilsstaðavegi en ekki var um slys á fólki að ræða. Þá var einnig tilkynnt um notkun flugelda og lofuðu hlutaðeigandi aðilar að láta af sprengingum eftir tiltal lögreglunnar.
Reykjavík Kópavogur Garðabær Lögreglumál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira