Mikil hægrisveifla knýr fram þingkosningar á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2023 16:31 Lýðflokkurinn er með pálmann í höndunum eftir sveitarstjórnar- og héraðskosningar á Spáni í lok maí og heldur vígreifur út í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar þ. 23. júlí. Frá vinstri: Marga Prohens, forseti Lýðflokksins á Balear-eyjum, þar sem flokkurinn batt enda á stjórnartíð sósíalista, Isabel Diaz Ayuso, forseti Madrid, þar sem flokkurinn hefur hreinan meirihluta og Alberto Núñez Feijóo, formaður Lýðflokksins. Carlos Lujan/Getty Images Allt stefnir í gríðarlega harða og snarpa kosningabaráttu fyrir þingkosningar á Spáni í næsta mánuði. Talsverðar líkur eru á að öfgahægriflokkurinn VOX komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Sósíalistar biðu afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningum Sósíalistar biðu algert afhroð í sveitarstjórnar- og héraðskosningunum sem haldnar voru á Spáni um síðustu helgi. Að sama skapi unnu hægri flokkarnir tveir stórsigur. Svo stóran að þeir tala sjálfir um hægri flóðbylgju í landinu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, beið ekki boðanna heldur boðaði strax til þingkosninga á mánudagsmorgni. Og þar með hófst kosningabarátta sem, miðað við fyrstu dagana, verður upp á líf og dauða. Talsverðar líkur á að öfgahægriflokkur komist í ríkisstjórn Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vinstri stjórnin falli og að við taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Annars vegar hins borgaralega Lýðflokks, Partido Popular og hins vegar VOX, sem er öfgahægriflokkur sem 30% Spánverja skilgreina sem fasistaflokk. Flokkurinn hefur boðað að komist hann til valda verði ýmis lög sem auka jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólk og heimili þungunarrof, afnumin. Lýðflokksmönnum þykir mörgum hverjum óþægileg tilhugsun að þurfa að leita eftir samstarfi þeirra við myndun meirihluta en það kann að verða nauðsynlegt fari kosningarnar eins og kannanir núna sýna. Þeir draga því lappirnar núna við myndun meirihluta í hinum ýmsu héruðum Spánar þar sem þessir flokkar þurfa að vinna saman, til að mynda hægri meirihluta og segja að ekkert liggi á. Hræðsluáróður á báða bóga Sánchez notfærir sér þessa grýlu í sínum málflutningi og varar þjóðina við því að kjósi hún yfir sig hægri flokkana sé hún um leið að kjósa yfir sig ríkisstjórn í anda Trump, Bolsonaro og annarra popúlista sem komist hafa til valda á síðustu árum. Hægri flokkarnir róa á önnur mið, segja að hér í landi sé efnahagurinn í rúst. Það sé Sánchez og sundruðum vinstri flokkum að kenna, sem ekki geti komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu skoðanakannanir benda óneitanlega til þess að meirihluti Spánverja sé á sömu skoðun.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira