Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 20:06 Gréta Sóley Ingvarsdóttir með þrjá dagsgamla unga í fanginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra. Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira