Foreldrar skulu gera ráðstafanir Margrét Björk Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 4. júní 2023 19:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga. Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga.
Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda