Arnar sér ekki eftir ummælum sínum: „Bara nokkuð sáttur“ Valur Páll Eiríksson og Aron Guðmundsson skrifa 5. júní 2023 13:00 Arnar á hliðarlínunni gegn Breiðabliki Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta, sér ekki eftir ummælum sínum í hitaviðtali sem hann fór í á Stöð 2 Sport strax eftir baráttuleik gegn Breiðabliki á dögunum þar sem að sauð upp úr. Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira