Nýir skólastjórar úr ólíkum áttum hjá Kópavogsbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 16:44 Guðný, Margrét og Brynjar verða í aðalhlutverkum í þremur grunnskólum í Kópavogi á næsta ári. Kópavogsbær Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Prófaði lögguna Brynjar Marinó, nýr skólastjóri Snæalndsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari með kjörsvið í stærðfræði og eðlisfræði árið 1999. Þá lauk hann M.Ed. gráðu í faggreinakennslu með kjörsvið í kennslu náttúrugreina og upplýsingatækni árið 2021. Brynjar hefur starfað við grunnskóla frá árinu 1999, að undanskildum þremur árum, 2001-2004, þar sem hann starfaði sem lögreglumaður í fullu starfi en því starfi sinnti hann einnig á sumrin og í hlutastarfi samhliða kennslu allt til ársins 2016. Brynjar starfaði sem faggreinakennari í eðlisfræði í Hagaskóla 1999-2001. Árið 2004, þegar hann snéri aftur til kennslu, gerðist hann umsjónarkennari og faggreinakennari í stærðfræði við Álftamýrarskóla og Háaleitisskóla og sinnti því starfi til ársins 2019. Jafnframt var hann umsjónarmaður félagsstarfs unglinga á árunum 2010-2017. Árið 2019 tók Brynjar við starfi aðstoðarskólastjóra Snælandsskóla til dagsins í dag. „Brynjar hefur innleitt breytingar og stuðlað að nýsköpun í skólastarfi. Hann hefur öðlast góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum í stjórnun, rekstri og skipulagi skólastarfs. Brynjar hefur jafnframt átt frumkvæði að og verið leiðandi í ýmiss konar þróunar- og faglegu starfi innan skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, sem hefur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Snælandsskóla,“ segir í tilkynningu. Kann sína stærðfræði Guðný, nýr skólastjóri Kópavogsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 2007. Þá lauk hún M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræðum með áherslu á stærðfræði árið 2015. Hún hefur starfað við grunnskóla frá árinu 2002 og allan tímann við Kópavogsskóla. Fyrstu tvö árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi við skólann og eftir útskrift úr kennaranámi árið 2007 starfaði hún sem umsjónarkennari við skólann. Á árunum 2014–2016 var hún deildarstjóri 6.–10. bekkjar. Frá árinu 2016 hefur hún verið aðstoðarskólastjóri við skólann eða þar til haustið 2022 þegar hún tók að sér að gegna stöðu skólastjóra Kópavogsskóla tímabundið vegna afleysinga. Guðný hefur góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum er lúta að stjórnun grunnskóla, bæði tengt samskiptum við nemendur og foreldra auk stjórnunar starfsmannamála. Hún hefur stýrt ýmsum verkefnum og þróunarstarfi innan Kópavogsskóla í samstarfi við kennara og stjórnendur, meðal annars í tengslum við samþættingu námsgreina og einstaklingsmiðaða kennslu. Guðný hefur jafnframt leitt vinnu við stefnumótun skólans með öllum aðilum skólasamfélagsins, nemendum, foreldrum og starfsfólki. Staðan auglýst að ári Margrét færir sig úr hlutverki aðstoðarskólastjóra í skólastjóra Lindaskóla næsta skólaár, tímabundið til eins árs þar til staðan verður auglýst að nýju. Margrét lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 1989 og lagði stund á sálfræðinám í Bandaríkjunum eftir það. Þá lauk hún mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Frá árinu 2002 hefur Margrét starfað við Lindaskóla, fyrst sem enskukennari á elsta stigi, frá árinu 2007 sem deildarstjóri unglingastigs og frá árinu 2020 sem aðstoðarskólastjóri ásamt því að gegna áfram stöðu deildarstjóra elsta stigs. Margrét hefur starfað í stjórnunarteymi Lindaskóla í 16 ár. „Hún hefur leitt faglegt starf og skipulag kennslustarfs á unglingastigi Lindaskóla í nánu samstarfi við kennara og stjórnendateymi skólans og átt farsælt samstarf og samskipti við samstarfsfólk, nemendur og foreldra,“ segir í tilkynningu. Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Prófaði lögguna Brynjar Marinó, nýr skólastjóri Snæalndsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari með kjörsvið í stærðfræði og eðlisfræði árið 1999. Þá lauk hann M.Ed. gráðu í faggreinakennslu með kjörsvið í kennslu náttúrugreina og upplýsingatækni árið 2021. Brynjar hefur starfað við grunnskóla frá árinu 1999, að undanskildum þremur árum, 2001-2004, þar sem hann starfaði sem lögreglumaður í fullu starfi en því starfi sinnti hann einnig á sumrin og í hlutastarfi samhliða kennslu allt til ársins 2016. Brynjar starfaði sem faggreinakennari í eðlisfræði í Hagaskóla 1999-2001. Árið 2004, þegar hann snéri aftur til kennslu, gerðist hann umsjónarkennari og faggreinakennari í stærðfræði við Álftamýrarskóla og Háaleitisskóla og sinnti því starfi til ársins 2019. Jafnframt var hann umsjónarmaður félagsstarfs unglinga á árunum 2010-2017. Árið 2019 tók Brynjar við starfi aðstoðarskólastjóra Snælandsskóla til dagsins í dag. „Brynjar hefur innleitt breytingar og stuðlað að nýsköpun í skólastarfi. Hann hefur öðlast góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum í stjórnun, rekstri og skipulagi skólastarfs. Brynjar hefur jafnframt átt frumkvæði að og verið leiðandi í ýmiss konar þróunar- og faglegu starfi innan skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, sem hefur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Snælandsskóla,“ segir í tilkynningu. Kann sína stærðfræði Guðný, nýr skólastjóri Kópavogsskóla, lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 2007. Þá lauk hún M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræðum með áherslu á stærðfræði árið 2015. Hún hefur starfað við grunnskóla frá árinu 2002 og allan tímann við Kópavogsskóla. Fyrstu tvö árin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi við skólann og eftir útskrift úr kennaranámi árið 2007 starfaði hún sem umsjónarkennari við skólann. Á árunum 2014–2016 var hún deildarstjóri 6.–10. bekkjar. Frá árinu 2016 hefur hún verið aðstoðarskólastjóri við skólann eða þar til haustið 2022 þegar hún tók að sér að gegna stöðu skólastjóra Kópavogsskóla tímabundið vegna afleysinga. Guðný hefur góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum er lúta að stjórnun grunnskóla, bæði tengt samskiptum við nemendur og foreldra auk stjórnunar starfsmannamála. Hún hefur stýrt ýmsum verkefnum og þróunarstarfi innan Kópavogsskóla í samstarfi við kennara og stjórnendur, meðal annars í tengslum við samþættingu námsgreina og einstaklingsmiðaða kennslu. Guðný hefur jafnframt leitt vinnu við stefnumótun skólans með öllum aðilum skólasamfélagsins, nemendum, foreldrum og starfsfólki. Staðan auglýst að ári Margrét færir sig úr hlutverki aðstoðarskólastjóra í skólastjóra Lindaskóla næsta skólaár, tímabundið til eins árs þar til staðan verður auglýst að nýju. Margrét lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari árið 1989 og lagði stund á sálfræðinám í Bandaríkjunum eftir það. Þá lauk hún mastersgráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018. Frá árinu 2002 hefur Margrét starfað við Lindaskóla, fyrst sem enskukennari á elsta stigi, frá árinu 2007 sem deildarstjóri unglingastigs og frá árinu 2020 sem aðstoðarskólastjóri ásamt því að gegna áfram stöðu deildarstjóra elsta stigs. Margrét hefur starfað í stjórnunarteymi Lindaskóla í 16 ár. „Hún hefur leitt faglegt starf og skipulag kennslustarfs á unglingastigi Lindaskóla í nánu samstarfi við kennara og stjórnendateymi skólans og átt farsælt samstarf og samskipti við samstarfsfólk, nemendur og foreldra,“ segir í tilkynningu.
Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira