Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 22:00 Sveitungum finnst lítil prýði af hræðunum í Ásólfskálafjöru undir Eyjafjöllum. Vigfús Andrésson Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson
Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04
Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59