Bréf til Kára Aríel Pétursson skrifar 5. júní 2023 22:31 Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun