Rukka sjö hundruð krónur fyrir aðgang að gámasvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2023 13:01 Frá gámasvæðinu í Árborg. Vísir/Magnús Hlynur Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14. Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14.
Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23
„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27