Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2023 13:23 Fyrirtækið hafði til skoðunar að reisa níu hundruð íbúðir. Vísir/Vilhelm Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs. Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði. Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Byggingarfyrirtækið ÞG Verk óskaði nýverið eftir lóðum hjá Reykjavíkurborg þar sem fyrirtækið væri tilbúið til þess að reisa allt að níu hundruð íbúðir. Búið er að ljúka hönnun og undirbúningi íbúðanna og lóðir eina sem vantar svo framkvæmdir geti hafist. Eiga íbúðirnar að vera hagkvæmar og ódýrar og allt að þrjátíu prósent þeirra að skila sér á leigumarkað á sömu kjörum og hjá íbúðafélaginu Bjargi sem leigir íbúðir til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Óskaði fyrirtækið eftir því að fá undanþágu frá einhverjum kvöðum svo sem að Félagsbústaðir fái tiltekið hlutfall nýrra íbúða á afslætti. Sendi ÞG Verk borginni beiðni þessa í desember á síðasta ári. Þorvaldur Gissurarson, stofnandi og eigandi ÞG Verks, segir í samtali við Morgunblaðið borgina hins vegar ekki hafa svarað fyrr en í lok mars, um það bil fjórum mánuðum síðar. Í svarinu segir að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem borgin megi ekki úthluta lóðum beint til einkaaðila jafnvel þrátt fyrir að ÞG Verk hafi skuldbundið sig til að setja allt að 270 íbúðir í leigu á sömum kjörum og hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. „Við fengum svar frá borginni í lok mars, tæpum fjórum mánuðum eftir að við sendum inn erindið, sem er almennt svar og í sjálfu sér enginn áhugi á þessu máli. Enginn áhugi til að ræða frekar við okkur. Okkur þykir þetta einkennilegt í ljósi umræðunnar um skort á hagkvæmum íbúðum,“ Hann segir að með þessu hefði fyrirtækið geta stuðlað að því að fleiri einstaklingar hafi ráð á að eignast íbúð, þar með talið fyrstu kaupendur í gegnum hlutdeildarlán. Líklegt sé þó að ekkert verði úr því eftir svar borgarinnar og því muni ÞG Verk einfaldlega snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er byggingarréttur af einungis einni lóð til sölu sem stendur, við Krókháls nærri Korpúlfsstaðagolfvellinum. Er sú lóð hins vegar fyrir atvinnuhúsnæði.
Reykjavík Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira