Carr er nokkuð þekktur sjónvarpsþáttakynnir og útvarpsmaður á BBC og fleiri stöðvum. En hann hefur einnig komið reglulega fram sem uppistandari og heldur úti hlaðvarpinu Life´s a Beach.
Það var einmitt í nýjasta þætti hlaðvarpsins þar sem hann sagði frá téðum fitufordómum í umræðum er fjölluðu um ferðalög.
Carr sagðist hafa boðið bróður sínum Gary til Íslands og þeir gist á The Retreat hótelinu við Bláa lónið. Það hafi verið dásamlegt en í ferð upp á jökul hafi bæði hann og bróðir hans orðið fyrir fitufordómum.
Covid kílóin
„Bróðir minn er stórbeinóttur eins og ég. Þau beittu bæði mig og hann fitufordómum,“ sagði Carr í þættinum, í nokkuð góðlátlegum tón samt. „Ég var svolítið hræddur uppi á jöklinum og sagði við bróður minn Gary: Má ég stökkva upp á snjóplóginn þinn? Þá hrópuðu þau að okkur: Farðu af! Farðu af! Þetta er of þungt! En dónalegt af þeim,“ sagði hann.
Sagðist Carr vissulega hafa bætt aðeins á sig í faraldrinum. „Ég get ekki losað mig við covid kílóin og nú er ég kominn með brjóst,“ sagði hann.