Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2023 13:00 Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks Vísir/Vilhelm Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. „Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira