Forstjóri CNN rekinn eftir ár í brúnni Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 14:15 Chris Licht, var forstjóri CNN í rúmt ár. AP/Evan Agostini Chris Licht, forstjóri CNN, hefur verið rekinn. Hann hefur stýrt sjónvarpsstöðinni í rúmt ár en nýverið birtist ítarleg grein um að hann hefði valdið miklum usla innan CNN. Stjórnartíð hans hefur beðið hnekki vegna óreiðu og lítils áhorfs. Á því ári sem hann hefur stýrt CNN hefur starfsmannavelta verið mikil, áhorf lítið og andrúmsloftið á fréttastofunni þrungið. David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery, móðurfélags CNN, tilkynnti starfsmönnum fréttastofunnar fyrir ritstjórnarfund í morgun að Licht væri hættur. Zaslav hefur skipað fjögurra manna teymi til að leiða fyrirtækið þar til nýr forstjóri finnst. Í frétt CNN um að Licht hefði verið rekinn er vísað til ítarlegrar greinar Atlantic, sem birtist á föstudaginn og fjallaði um stjórnartíð Licht. Titill greinarinnar var gæti verið þýddur sem „Innsýn í óreiðuna hjá CNN“ en blaðamaður Atlantic fékk að fylgja Licht eftir um nokkuð skeið og ræða við starfsmenn. I spent stretches of the past year shadowing Chris Licht, the new boss at CNN, who harbored ambitions of rehabilitating the journalism industry. This is an account -- based on interviews with nearly 100 of his own reporters -- of what went wrong.https://t.co/Um1YNzXaLF— Tim Alberta (@TimAlberta) June 2, 2023 Líklegt þykir að grein Atlantic hafi leitt til endaloka stjórnartíðar Licht, samkvæmt AP fréttaveitunni, en hún sýndi mikla óreiðu hjá CNN og gífurlega óánægju meðal starfsfólks. Licht fundaði með starfsmönnum CNN á mánudaginn og bað þá afsökunar. Hann sagðist ekki hafa þekkt sjálfan sig í grein Atlantic og hét því að berjast fyrir trausti starfsmanna. Þegar Licht tók við stjórn CNN, af Jeff Zucker, sem hafði verið sagt upp vegna ástarsambands hans við samstarfsaðila, hafði hann það verkefni að færa fréttastofuna nær hinni pólitískri miðju í Bandaríkjunum. Borgarafundur CNN með Donald Trump, sem haldinn var í síðasta mánuði, hlaut þó gífurlega gagnrýni bæði innan veggja CNN og utan. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Á því ári sem hann hefur stýrt CNN hefur starfsmannavelta verið mikil, áhorf lítið og andrúmsloftið á fréttastofunni þrungið. David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery, móðurfélags CNN, tilkynnti starfsmönnum fréttastofunnar fyrir ritstjórnarfund í morgun að Licht væri hættur. Zaslav hefur skipað fjögurra manna teymi til að leiða fyrirtækið þar til nýr forstjóri finnst. Í frétt CNN um að Licht hefði verið rekinn er vísað til ítarlegrar greinar Atlantic, sem birtist á föstudaginn og fjallaði um stjórnartíð Licht. Titill greinarinnar var gæti verið þýddur sem „Innsýn í óreiðuna hjá CNN“ en blaðamaður Atlantic fékk að fylgja Licht eftir um nokkuð skeið og ræða við starfsmenn. I spent stretches of the past year shadowing Chris Licht, the new boss at CNN, who harbored ambitions of rehabilitating the journalism industry. This is an account -- based on interviews with nearly 100 of his own reporters -- of what went wrong.https://t.co/Um1YNzXaLF— Tim Alberta (@TimAlberta) June 2, 2023 Líklegt þykir að grein Atlantic hafi leitt til endaloka stjórnartíðar Licht, samkvæmt AP fréttaveitunni, en hún sýndi mikla óreiðu hjá CNN og gífurlega óánægju meðal starfsfólks. Licht fundaði með starfsmönnum CNN á mánudaginn og bað þá afsökunar. Hann sagðist ekki hafa þekkt sjálfan sig í grein Atlantic og hét því að berjast fyrir trausti starfsmanna. Þegar Licht tók við stjórn CNN, af Jeff Zucker, sem hafði verið sagt upp vegna ástarsambands hans við samstarfsaðila, hafði hann það verkefni að færa fréttastofuna nær hinni pólitískri miðju í Bandaríkjunum. Borgarafundur CNN með Donald Trump, sem haldinn var í síðasta mánuði, hlaut þó gífurlega gagnrýni bæði innan veggja CNN og utan.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira