Óvænt úrslit á Roland-Garros Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 22:16 Karolina Muchova fagnar stigi innilega á opna franska meistaramótinu Nokkuð óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Roland-Garros í dag þegar hin tékkneska Karolina Muchova hafði betur gegn Aryna Sabalenka. Fyrirfram þótti Sabalenka mun sigurstranglegri en hún var í 2. sæti heimslistans meðan Muchova var í 43. Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka. Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20