Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin aftur til Íslands eftir farsælan atvinnumannaferil í Noregi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún segist í grunninn enn vera sami leikmaður og þegar hún byrjaði að æfa fótbolta í 3. bekk. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, að svara hér að neðan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir [34 ára miðjumaður, Stjarnan | 100 A-landsleikir, 14 mörk] Það má færa ágætis rök fyrir því að á knattspyrnuvellinum sé Gunnhildur Yrsa sé hörð í horn að taka. Segja má að ferill hennar sé byggður á miklum dugnaði, hlaupagetu og því að hún neitar að gefast upp. Þá leyna gæðin sér ekki og ásamt því að vera harðhaus á miðjunni er hún með lúmskt markanef. Hún hóf ferilinn með Stjörnunni árið 2003 og sneri aftur þangað fyrir yfirstandandi tímabil. Frá 2012 til 2023 spilaði hún að mestu erlendis, til að mynda með Arna-Bjørnar, Grand Bodø, Stabæk og Vålerenga í Noregi áður en hún fór til Utah Royals og Orlando Pride í Bandaríkjunum. Einnig fór hún á lán til Adelaide United í Ástralíu og Vals hér á landi. Gunnhildur Yrsa bar fyrirliðabandið hjá Orlando Pride.Twitter@ORLPride „Var alveg eins leikmaður og ég er í dag“ „Þegar ég var í 3. bekk fór mamma í sérnám til Bandaríkjanna og við fluttum með. Ég talaði ekki stakt orð í ensku en nágranni minn átti stelpu sem var einu ári eldri en ég. Hann bauðst til að taka mig með á fótboltaæfingar, sagði að það væri góð leið fyrir mig að læra ensku og þannig byrjaði þetta. Ég var alveg eins leikmaður og ég er í dag: baráttuhundur sem hljóp og hljóp, það var erfitt að stoppa mig. Eina leiðin til þess var að setja mig í mark. Hef verið sami leikmaðurinn síðan þá.“ „Í Bandaríkjunum var þetta þannig að það var fótbolti á haustin, á veturna var körfubolti, á vorin voru frjálsar og hafnabolti. Svo kom ég til Íslands á sumrin og æfði fótbolta þar. Var eiginlega í flestum íþróttum, prófaði meira að segja ballett og karate. Fann að íþróttir voru mín útrás og hvar ég fann mig best, vildi því alltaf skrá mig í allar íþróttir og var mjög virkur krakki.“ „Held að allar íþróttir geri mann aðeins íþróttalegri. Fór að hlaupa betur og hraðar þökk sé frjálsum til dæmis. Bætti samhæfingu augna og handa í körfubolta, lærði á líkamann og ýmsar hreyfingar í fimleikum. Allt rosalega en ég tel hjálpa manni ef maður skilur mismunandi íþróttir.“ „Tel það allavega hafa hjálpað mér að vera í mörgum íþróttum svo maður læri ekki bara sömu hreyfingarnar.“Vísir/Hulda Margrét „Oft er það ekki skipulagt sem ég er að gera“ „Má segja að minn helsti styrkleiki og minn stærsti veikleiki sé í raun sami hluturinn. Á sama tíma og ég gef 110 prósent, í allt - sama hvort það er æfing eða leikur - þá er ég frekar villt og hleyp út um allt. Er mikil keppnismanneskja, það hefur kannski komið mér svona langt. Hlaupagetan og líkamlegt atgervi er minn helsti styrkleiki en veikleiki er kannski sá að það er ekki skemmtilegt að spila með mér þegar ég er hlaupandi út um allt. Oft er það ekki skipulagt sem ég er að gera, það hjálpar ekki liðsfélögunum.“ „Fyrst þegar maður fær nýr þjálfara þá yfirleitt reyna þeir það [að setja Gunnhildi mörk og beisla það hvert hún hleypur]. Svo sjá þeir að ég er ekki mjög góð inn í einhverjum kassa, betra að hafa mig frjálsa. Er samt búin að læra að taka því hlutverki sem ég fæ.“ „Hef spilað flestar stöður á vellinum og maður getur ekki verið jafn villtur í öllum stöðum. Fer eftir hvar ég er á vellinum. Er orðin reynslumeiri og kannski ekki eins villt, sem kannski hjálpar mér. Hef spilað miðvörð og veit þá að ég get ekki hlaupið út um allt. Þá segir hausinn mér að slaka aðeins á.“ „Flestir þjálfarar enda á að gefa mér svolítið frjálst hlutverk inn á miðju en eins og ég segi þá geri ég það sem er best fyrir liðið. Það er númer eitt, tvö og þrjú. „Ég valdi liðsíþrótt svo maður setur sjálfan sig aldrei í fyrsta sæti.“Oliver Hardt/Getty Images „Mikið í því að elta besta miðjumanninn í hinu liðinu“ „Var mest inn á miðju í yngri flokkum en svo þegar fótboltinn breyttist og bakverðir fóru að fara alveg upp og niður þá færðu þjálfarar mig stundum þangað. Þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki Stjörnunnar var ég sett í „níuna“ til að halda í boltann. Í ár hef ég spilað aðeins í miðverði, eiginlega í fyrsta skipti sem einhver setur mig þangað. Hef mestmegnis verið á miðjunni en hef leyst flestar stöður á vellinum.“ „Þegar ég stíg inn í meistaraflokk var hlutverkið mitt í raun að elta leikmenn. Þegar þær tóku innkast var ég bara við hliðina á þeim. Var svo ung, vissi ekki betur og gerði bara það sem mér var sagt. Var mikið í því að elta besta miðjumanninn í hinu liðinu og passa að hún fengi ekki boltann. Vissi ekki mikið um fótbolta þá og það var ekki farið mikið í taktík þegar maður var yngri. Það hefur breyst þar sem ég hef ekki fengið það hlutverk að elta einhvern miðjumann í fleiri ár.“ „Snýst meira um smáatriðin í dag. Það eru myndbönd af öllu, hægt að fara djúpt ofan í hvert smáatriði, horfa til baka og skoða hvað þú gerðir rétt eða rangt, sjá hvað aðrir leikmenn eru að gera og fleira í þeim dúr.“ Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa JónsdóttirVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Að vera frjáls á miðjunni finnst mér mjög gaman. Ef ég er með leikmann með mér sem heldur miðjunni, er algjör sexa, þá er það draumastaðan mín. Svo fer það bara eftir leikjum, geri það sem er best fyrir liðið en ef ég mætti velja væri það frjálst hlutverk á miðjunni.“ Gunnhildur Yrsa spilaði sem vængbakvörður á Evrópumótinu 2017 án þess þó að hafa mikla reynslu af stöðunni. Vegna skakkafalla ákvað þjálfarinn Freyr Alexandersson að henda Gunnhildi Yrsu í djúpu laugina. „Vorum að glíma við meiðsli og tveimur leikjum fyrir mót ákvað Freysi að setja mig í vængbakvörð. Fannst það ótrúlega gaman. Spilaði á móti Frakklandi og Brasilíu til að mynda. Skemmtileg og ný staða á þeim tíma.“ „Finnst mjög gaman að spila vængbakvörð, sérstaklega ef Glódís Perla [Viggósdóttir] er fyrir aftan mig.“Vísir/Vilhelm „Ástralía var svo bara ævintýri“ „Í Bandaríkjunum snýst mikið um hlaupa- og líkamlega getu. Leikurinn mjög endanna á milli. Mjög hátt tempó og mikið álag út af því.“ „Þegar ég var í Noregi spiluðu öll lið alveg eins, öll með tvær eiginlegar áttur á miðjunni. Liðin sem ég spilaði fyrir og flest liðanna sem ég spilaði á móti voru því að spila svipaðan fótbolta. Fyrsta skipti sem ég sá land með eitt ákveðið einkenni. Það er gott að því leytinu til að þegar leikmenn fara í landsliðið er ákveðin sjálfsmynd með þjóðinni.“ „Ástralía var svo bara ævintýri. Vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Deildin endaði á að vera miklu betri en ég hélt og ég var heppin að hafa Fanndísi [Friðriksdóttur] með mér. Endaði á að vera 3-4 bestu mánuðir á mínum ferli.“ „Vildi nýtt ævintýri og það var engin pressa, maður leit öðruvísi á þetta og var því bara að njóta fótboltans.“vísir/getty „Spilaði örugglega minn besta fótbolta á ferlinum út af því. Náði að kúpla mig aðeins út, var ekki að setja óþarfa pressu á mig og naut þess að spila. Inn á milli skoðaði maður geggjaða staði og gerði mismunandi hluti. Við Fanndís fórum til dæmis að sörfa.“ „Þegar maður er atvinnumaður er maður bara 100 prósent fótbolti. Ef maður á lélega æfingu er dagurinn ónýtur. Það er rosa lítið jafnvægi í lífi atvinnumanneskju því allt snýst um fótbolta, bæði svefn, matur. Í Ástralíu var aðeins meira jafnvægi í lífinu.“ „Þetta var eiginlega síðasta tímabilið sem leikmenn í Bandaríkjunum fóru þangað. Eftir það fór tímabilið þar að lengjast og deildin í Ástralíu byrjaði fyrr, deildirnar fóru að skarast meira,“ sagði Gunnhildur Yrsa aðspurð hvort það hefði ekki komið til greina að snúa aftur til Ástralíu. „Er ekkert að yngjast“ „Ég ólst upp með að vera á flakki, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Var orðin vön að flytja og aðlagast aðstæðum. Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt, kynnast nýju fólki, læra inn á nýja menningu og ný lið. Finnst mjög gaman að fylgjast með svo þetta var ekkert mál.“ „Er líka ágæt bara ein, elska fólk en elska líka að vera ein. Fyrir mér var þetta mjög fínt [að flakka á milli liða]. Minnsta málið var að flytja á milli staða, meira að aðlagast fótboltanum.“ „Ein ástæðan fyrir því að ég kom heim var út af ferðalögunum í Bandaríkjunum, of mikið álag fyrir líkmann. Ég er ekkert að yngjast og þetta var byrjað að taka á. Ferðast aðra hverja viku í fimm tíma flug, þriggja tíma mismunur. Keppir maður 90 mínútur, fer í flug eftir að hafa ekki sofið. Maður nær aldrei að jafna sig. Þetta er eins og að búa á Íslandi en spila í Evrópu aðra hverja viku.“ „Er alltaf ég sjálf og spila alltaf svipað“ „Er alltaf ég sjálf og spila alltaf svipað, skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Finnst gott að sjá klippur af liðinu sem við erum að spila við, sé svo hvernig það æxlast í leiknum. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta, ert kannski búin að horfa á klippur en svo spilar liðið allt öðruvísi. Les því meira í hvað hitt liðið gerir þegar boltinn byrjar að rúlla.“ Gunnhildur Yrsa er með fínasta markanef ef hún fær leyfi til að skila sér inn í teig. Mest skoraði hún með Stabæk og Vålerenga í Noregi. „Var framar á miðjunni, er yfirleitt aftarlega á miðjunni að dreifa spilinu en þarna fékk ég að fara inn í teig þegar við sóttum, sem mér finnst alltaf gaman. Svo voru þetta topplið svo við skoruðum ef til vill meira en önnur lið sem ég hef verið í. Væri alveg til í að finna út úr því ef það væri eitthvað leyndarmál, gæti þá ef til vill skorað aðeins meira.“ Gunnhildur Yrsa fagnar einum af 14 mörkum sínum fyrir A-landsliðið.vísir/anton „Fótboltinn er ekki fyrirsjáanlegur“ „Mjög mismunandi, fer eftir hvernig liðið spilar sem við spilum á móti. Fyrir okkur [hjá landsliðinu] fáum við ákveðinn ramma. Nokkrar hugmyndir en svo þegar við stígum inn á völlinn fáum við frjálsræði til að reyna finna út úr þessu sjálfar. Það er ekki reynt að taka sköpunargetuna af okkur.“ „Gott að hafa jafnvægi, að vita að þegar þessi leikmaður er á boltanum að þá sé sniðugt að taka þetta hlaup. Um leið og sú manneskja fær boltann fær hún svo að ákveða hvað er best hverju sinni. Fótboltinn er ekki fyrirsjáanlegur og það er ekki hægt að þjálfa hann sem slíkan.“ „Þjálfararnir mínir í Bandaríkjunum voru inn í ákveðnum ramma. Er gott upp að vissu marki en þá getur gerst að leikmenn hætta að hugsa sjálfstætt og fara eingöngu eftir því sem þjálfarinn segir. Þá fer þessi sköpunargleði og leikmenn hætta að gera hlutina hratt, fara að hugsa um hvað planið hafi verið frekar en það sem þeim fannst rétt í hverju augnabliki.“ „Gerðist oft í Bandaríkjunum að leikmenn voru settir í ákveðinn ramma og þurftu að gera þetta eða hitt. Tók sköpunargleðina frá fólki.“ „Finnst best þegar það er jafnvægi, bæði einhver rammi en líka að þjálfari treysti leikmönnum til að nýta styrkleika sína.“VÍSIR/GETTY „Með landsliði er betra að vera með skilgreindan ramma“ „Með landsliðinu er mögulega ekki tími til þess að hafa annað en ákveðinn ramma, hefur svo stuttan tíma til að undirbúa þig. Það er skiljanlegt að það þurfi að vera meiri rammi þar, ekkert rangt við það því leikmenn koma úr mismunandi félagsliðum með mismunandi áherslur. Eru því ekki allar á sömu blaðsíðu, þarft að koma þeim þangað og þá þarf að vera ákveðinn rammi.“ Þegar við vinnum Þýskalandi úti spilum við í algjörum ramma en það er örugglega besti og skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað. Hver leikmaður fékk hlutverk og sinnti því upp á tíu.“ „Það þarf ekki alltaf að vera á hundrað“ „Er betri í að lesa leikinn, stíga á boltann í staðinn fyrir að vera alltaf á hundrað, það er ekki að fara ganga. Stundum þarf aðeins að róa leikinn. Komin með aðeins meiri reynslu,“ sagði Gunnhildur Yrsa varðandi hvað hefði breyst í hennar leik á undanförnum árum. „Í Bandaríkjunum var alltaf allt á hundrað. Er að breytast núna, nýir þjálfarar með nýjar áherslur og meiri gæði í taktík. Þegar ég fór þaðan tók það mig samt smá tíma að læra að það þarf ekki alltaf allt að vera á hundrað.“ „Er orðin allt annar leikmaður en þegar ég fór út árið 2012, það er kannski mesti munurinn. Gaman að sjá að fleiri stelpur eru að fara erlendis og fyrr en ég gerði. Meiri peningar að koma inn í kvennaboltann sem gerir það að verkum að fleiri félög geta borgað fyrir leikmenn, það eru fleiri tækifæri. Þegar ég fór út var í raun bara í boði að fara til Svíþjóðar eða Noregs. Núna er Ítalía geggjaður möguleiki, Spánn og Portúgal komin inn í þetta. Fleiri deildir og fleiri lið sem vilja fá gæðaleikmenn.“ „Ég er að klára þjálfaragráðurnar mínar, sjáum til hvað gerist þegar þær eru komnar en langar meira að vera í high performance hliðinni. Stefnan er á það einhvern daginn. Hvenær það verður er góð spurning.“Vísir/Vilhelm Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Leikurinn minn í mínum orðum Tengdar fréttir „Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum“ Ingvar Jónsson og félagar í Víking hafa byrjað Íslandsmótið í fótbolta af miklum krafti. Svo miklum raunar að Víkingar virðast ætla að stinga önnur lið deildarinnar af. Þá hefur Ingvar aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. 18. maí 2023 10:00 „Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01 „Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01 „Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01 „Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00 „Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, að svara hér að neðan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir [34 ára miðjumaður, Stjarnan | 100 A-landsleikir, 14 mörk] Það má færa ágætis rök fyrir því að á knattspyrnuvellinum sé Gunnhildur Yrsa sé hörð í horn að taka. Segja má að ferill hennar sé byggður á miklum dugnaði, hlaupagetu og því að hún neitar að gefast upp. Þá leyna gæðin sér ekki og ásamt því að vera harðhaus á miðjunni er hún með lúmskt markanef. Hún hóf ferilinn með Stjörnunni árið 2003 og sneri aftur þangað fyrir yfirstandandi tímabil. Frá 2012 til 2023 spilaði hún að mestu erlendis, til að mynda með Arna-Bjørnar, Grand Bodø, Stabæk og Vålerenga í Noregi áður en hún fór til Utah Royals og Orlando Pride í Bandaríkjunum. Einnig fór hún á lán til Adelaide United í Ástralíu og Vals hér á landi. Gunnhildur Yrsa bar fyrirliðabandið hjá Orlando Pride.Twitter@ORLPride „Var alveg eins leikmaður og ég er í dag“ „Þegar ég var í 3. bekk fór mamma í sérnám til Bandaríkjanna og við fluttum með. Ég talaði ekki stakt orð í ensku en nágranni minn átti stelpu sem var einu ári eldri en ég. Hann bauðst til að taka mig með á fótboltaæfingar, sagði að það væri góð leið fyrir mig að læra ensku og þannig byrjaði þetta. Ég var alveg eins leikmaður og ég er í dag: baráttuhundur sem hljóp og hljóp, það var erfitt að stoppa mig. Eina leiðin til þess var að setja mig í mark. Hef verið sami leikmaðurinn síðan þá.“ „Í Bandaríkjunum var þetta þannig að það var fótbolti á haustin, á veturna var körfubolti, á vorin voru frjálsar og hafnabolti. Svo kom ég til Íslands á sumrin og æfði fótbolta þar. Var eiginlega í flestum íþróttum, prófaði meira að segja ballett og karate. Fann að íþróttir voru mín útrás og hvar ég fann mig best, vildi því alltaf skrá mig í allar íþróttir og var mjög virkur krakki.“ „Held að allar íþróttir geri mann aðeins íþróttalegri. Fór að hlaupa betur og hraðar þökk sé frjálsum til dæmis. Bætti samhæfingu augna og handa í körfubolta, lærði á líkamann og ýmsar hreyfingar í fimleikum. Allt rosalega en ég tel hjálpa manni ef maður skilur mismunandi íþróttir.“ „Tel það allavega hafa hjálpað mér að vera í mörgum íþróttum svo maður læri ekki bara sömu hreyfingarnar.“Vísir/Hulda Margrét „Oft er það ekki skipulagt sem ég er að gera“ „Má segja að minn helsti styrkleiki og minn stærsti veikleiki sé í raun sami hluturinn. Á sama tíma og ég gef 110 prósent, í allt - sama hvort það er æfing eða leikur - þá er ég frekar villt og hleyp út um allt. Er mikil keppnismanneskja, það hefur kannski komið mér svona langt. Hlaupagetan og líkamlegt atgervi er minn helsti styrkleiki en veikleiki er kannski sá að það er ekki skemmtilegt að spila með mér þegar ég er hlaupandi út um allt. Oft er það ekki skipulagt sem ég er að gera, það hjálpar ekki liðsfélögunum.“ „Fyrst þegar maður fær nýr þjálfara þá yfirleitt reyna þeir það [að setja Gunnhildi mörk og beisla það hvert hún hleypur]. Svo sjá þeir að ég er ekki mjög góð inn í einhverjum kassa, betra að hafa mig frjálsa. Er samt búin að læra að taka því hlutverki sem ég fæ.“ „Hef spilað flestar stöður á vellinum og maður getur ekki verið jafn villtur í öllum stöðum. Fer eftir hvar ég er á vellinum. Er orðin reynslumeiri og kannski ekki eins villt, sem kannski hjálpar mér. Hef spilað miðvörð og veit þá að ég get ekki hlaupið út um allt. Þá segir hausinn mér að slaka aðeins á.“ „Flestir þjálfarar enda á að gefa mér svolítið frjálst hlutverk inn á miðju en eins og ég segi þá geri ég það sem er best fyrir liðið. Það er númer eitt, tvö og þrjú. „Ég valdi liðsíþrótt svo maður setur sjálfan sig aldrei í fyrsta sæti.“Oliver Hardt/Getty Images „Mikið í því að elta besta miðjumanninn í hinu liðinu“ „Var mest inn á miðju í yngri flokkum en svo þegar fótboltinn breyttist og bakverðir fóru að fara alveg upp og niður þá færðu þjálfarar mig stundum þangað. Þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki Stjörnunnar var ég sett í „níuna“ til að halda í boltann. Í ár hef ég spilað aðeins í miðverði, eiginlega í fyrsta skipti sem einhver setur mig þangað. Hef mestmegnis verið á miðjunni en hef leyst flestar stöður á vellinum.“ „Þegar ég stíg inn í meistaraflokk var hlutverkið mitt í raun að elta leikmenn. Þegar þær tóku innkast var ég bara við hliðina á þeim. Var svo ung, vissi ekki betur og gerði bara það sem mér var sagt. Var mikið í því að elta besta miðjumanninn í hinu liðinu og passa að hún fengi ekki boltann. Vissi ekki mikið um fótbolta þá og það var ekki farið mikið í taktík þegar maður var yngri. Það hefur breyst þar sem ég hef ekki fengið það hlutverk að elta einhvern miðjumann í fleiri ár.“ „Snýst meira um smáatriðin í dag. Það eru myndbönd af öllu, hægt að fara djúpt ofan í hvert smáatriði, horfa til baka og skoða hvað þú gerðir rétt eða rangt, sjá hvað aðrir leikmenn eru að gera og fleira í þeim dúr.“ Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa JónsdóttirVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Að vera frjáls á miðjunni finnst mér mjög gaman. Ef ég er með leikmann með mér sem heldur miðjunni, er algjör sexa, þá er það draumastaðan mín. Svo fer það bara eftir leikjum, geri það sem er best fyrir liðið en ef ég mætti velja væri það frjálst hlutverk á miðjunni.“ Gunnhildur Yrsa spilaði sem vængbakvörður á Evrópumótinu 2017 án þess þó að hafa mikla reynslu af stöðunni. Vegna skakkafalla ákvað þjálfarinn Freyr Alexandersson að henda Gunnhildi Yrsu í djúpu laugina. „Vorum að glíma við meiðsli og tveimur leikjum fyrir mót ákvað Freysi að setja mig í vængbakvörð. Fannst það ótrúlega gaman. Spilaði á móti Frakklandi og Brasilíu til að mynda. Skemmtileg og ný staða á þeim tíma.“ „Finnst mjög gaman að spila vængbakvörð, sérstaklega ef Glódís Perla [Viggósdóttir] er fyrir aftan mig.“Vísir/Vilhelm „Ástralía var svo bara ævintýri“ „Í Bandaríkjunum snýst mikið um hlaupa- og líkamlega getu. Leikurinn mjög endanna á milli. Mjög hátt tempó og mikið álag út af því.“ „Þegar ég var í Noregi spiluðu öll lið alveg eins, öll með tvær eiginlegar áttur á miðjunni. Liðin sem ég spilaði fyrir og flest liðanna sem ég spilaði á móti voru því að spila svipaðan fótbolta. Fyrsta skipti sem ég sá land með eitt ákveðið einkenni. Það er gott að því leytinu til að þegar leikmenn fara í landsliðið er ákveðin sjálfsmynd með þjóðinni.“ „Ástralía var svo bara ævintýri. Vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Deildin endaði á að vera miklu betri en ég hélt og ég var heppin að hafa Fanndísi [Friðriksdóttur] með mér. Endaði á að vera 3-4 bestu mánuðir á mínum ferli.“ „Vildi nýtt ævintýri og það var engin pressa, maður leit öðruvísi á þetta og var því bara að njóta fótboltans.“vísir/getty „Spilaði örugglega minn besta fótbolta á ferlinum út af því. Náði að kúpla mig aðeins út, var ekki að setja óþarfa pressu á mig og naut þess að spila. Inn á milli skoðaði maður geggjaða staði og gerði mismunandi hluti. Við Fanndís fórum til dæmis að sörfa.“ „Þegar maður er atvinnumaður er maður bara 100 prósent fótbolti. Ef maður á lélega æfingu er dagurinn ónýtur. Það er rosa lítið jafnvægi í lífi atvinnumanneskju því allt snýst um fótbolta, bæði svefn, matur. Í Ástralíu var aðeins meira jafnvægi í lífinu.“ „Þetta var eiginlega síðasta tímabilið sem leikmenn í Bandaríkjunum fóru þangað. Eftir það fór tímabilið þar að lengjast og deildin í Ástralíu byrjaði fyrr, deildirnar fóru að skarast meira,“ sagði Gunnhildur Yrsa aðspurð hvort það hefði ekki komið til greina að snúa aftur til Ástralíu. „Er ekkert að yngjast“ „Ég ólst upp með að vera á flakki, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Var orðin vön að flytja og aðlagast aðstæðum. Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt, kynnast nýju fólki, læra inn á nýja menningu og ný lið. Finnst mjög gaman að fylgjast með svo þetta var ekkert mál.“ „Er líka ágæt bara ein, elska fólk en elska líka að vera ein. Fyrir mér var þetta mjög fínt [að flakka á milli liða]. Minnsta málið var að flytja á milli staða, meira að aðlagast fótboltanum.“ „Ein ástæðan fyrir því að ég kom heim var út af ferðalögunum í Bandaríkjunum, of mikið álag fyrir líkmann. Ég er ekkert að yngjast og þetta var byrjað að taka á. Ferðast aðra hverja viku í fimm tíma flug, þriggja tíma mismunur. Keppir maður 90 mínútur, fer í flug eftir að hafa ekki sofið. Maður nær aldrei að jafna sig. Þetta er eins og að búa á Íslandi en spila í Evrópu aðra hverja viku.“ „Er alltaf ég sjálf og spila alltaf svipað“ „Er alltaf ég sjálf og spila alltaf svipað, skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila. Finnst gott að sjá klippur af liðinu sem við erum að spila við, sé svo hvernig það æxlast í leiknum. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta, ert kannski búin að horfa á klippur en svo spilar liðið allt öðruvísi. Les því meira í hvað hitt liðið gerir þegar boltinn byrjar að rúlla.“ Gunnhildur Yrsa er með fínasta markanef ef hún fær leyfi til að skila sér inn í teig. Mest skoraði hún með Stabæk og Vålerenga í Noregi. „Var framar á miðjunni, er yfirleitt aftarlega á miðjunni að dreifa spilinu en þarna fékk ég að fara inn í teig þegar við sóttum, sem mér finnst alltaf gaman. Svo voru þetta topplið svo við skoruðum ef til vill meira en önnur lið sem ég hef verið í. Væri alveg til í að finna út úr því ef það væri eitthvað leyndarmál, gæti þá ef til vill skorað aðeins meira.“ Gunnhildur Yrsa fagnar einum af 14 mörkum sínum fyrir A-landsliðið.vísir/anton „Fótboltinn er ekki fyrirsjáanlegur“ „Mjög mismunandi, fer eftir hvernig liðið spilar sem við spilum á móti. Fyrir okkur [hjá landsliðinu] fáum við ákveðinn ramma. Nokkrar hugmyndir en svo þegar við stígum inn á völlinn fáum við frjálsræði til að reyna finna út úr þessu sjálfar. Það er ekki reynt að taka sköpunargetuna af okkur.“ „Gott að hafa jafnvægi, að vita að þegar þessi leikmaður er á boltanum að þá sé sniðugt að taka þetta hlaup. Um leið og sú manneskja fær boltann fær hún svo að ákveða hvað er best hverju sinni. Fótboltinn er ekki fyrirsjáanlegur og það er ekki hægt að þjálfa hann sem slíkan.“ „Þjálfararnir mínir í Bandaríkjunum voru inn í ákveðnum ramma. Er gott upp að vissu marki en þá getur gerst að leikmenn hætta að hugsa sjálfstætt og fara eingöngu eftir því sem þjálfarinn segir. Þá fer þessi sköpunargleði og leikmenn hætta að gera hlutina hratt, fara að hugsa um hvað planið hafi verið frekar en það sem þeim fannst rétt í hverju augnabliki.“ „Gerðist oft í Bandaríkjunum að leikmenn voru settir í ákveðinn ramma og þurftu að gera þetta eða hitt. Tók sköpunargleðina frá fólki.“ „Finnst best þegar það er jafnvægi, bæði einhver rammi en líka að þjálfari treysti leikmönnum til að nýta styrkleika sína.“VÍSIR/GETTY „Með landsliði er betra að vera með skilgreindan ramma“ „Með landsliðinu er mögulega ekki tími til þess að hafa annað en ákveðinn ramma, hefur svo stuttan tíma til að undirbúa þig. Það er skiljanlegt að það þurfi að vera meiri rammi þar, ekkert rangt við það því leikmenn koma úr mismunandi félagsliðum með mismunandi áherslur. Eru því ekki allar á sömu blaðsíðu, þarft að koma þeim þangað og þá þarf að vera ákveðinn rammi.“ Þegar við vinnum Þýskalandi úti spilum við í algjörum ramma en það er örugglega besti og skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað. Hver leikmaður fékk hlutverk og sinnti því upp á tíu.“ „Það þarf ekki alltaf að vera á hundrað“ „Er betri í að lesa leikinn, stíga á boltann í staðinn fyrir að vera alltaf á hundrað, það er ekki að fara ganga. Stundum þarf aðeins að róa leikinn. Komin með aðeins meiri reynslu,“ sagði Gunnhildur Yrsa varðandi hvað hefði breyst í hennar leik á undanförnum árum. „Í Bandaríkjunum var alltaf allt á hundrað. Er að breytast núna, nýir þjálfarar með nýjar áherslur og meiri gæði í taktík. Þegar ég fór þaðan tók það mig samt smá tíma að læra að það þarf ekki alltaf allt að vera á hundrað.“ „Er orðin allt annar leikmaður en þegar ég fór út árið 2012, það er kannski mesti munurinn. Gaman að sjá að fleiri stelpur eru að fara erlendis og fyrr en ég gerði. Meiri peningar að koma inn í kvennaboltann sem gerir það að verkum að fleiri félög geta borgað fyrir leikmenn, það eru fleiri tækifæri. Þegar ég fór út var í raun bara í boði að fara til Svíþjóðar eða Noregs. Núna er Ítalía geggjaður möguleiki, Spánn og Portúgal komin inn í þetta. Fleiri deildir og fleiri lið sem vilja fá gæðaleikmenn.“ „Ég er að klára þjálfaragráðurnar mínar, sjáum til hvað gerist þegar þær eru komnar en langar meira að vera í high performance hliðinni. Stefnan er á það einhvern daginn. Hvenær það verður er góð spurning.“Vísir/Vilhelm
„Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum“ Ingvar Jónsson og félagar í Víking hafa byrjað Íslandsmótið í fótbolta af miklum krafti. Svo miklum raunar að Víkingar virðast ætla að stinga önnur lið deildarinnar af. Þá hefur Ingvar aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. 18. maí 2023 10:00
„Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01
„Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01
„Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01
„Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00
„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00