Hampiðjan komin á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 13:21 Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, hjá Kauphallarbjöllunni. Nasdaq Iceland Hlutabréf í Hampiðjunni voru í dag tekin til við skipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Félagið hefur verið skráð félag á Íslandi síðan 1993, þar af síðastliðin sautján ár á Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Hampiðjan tilheyri Neysluvörugeiranum (e. Consumer Discretionary) og sé ellefta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Hampiðjan var stofnuð árið 1934 og er leiðandi á heimsvísu í þjónustu og þróun á vörum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og úthafsiðnað. Hampiðjan samanstendur af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns. Vöruþróun og nýsköpun eru mikilvægir þættir starfsemi Hampiðjunnar og sá kjarni sem fyrirtækið byggir á en félagið er með 41 einkaleyfi fyrir ýmsar vörutegundir,“ segir í tilkynningunni. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. Nasdaq Iceland Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á aðalmarkaðinn sé mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna. „Vel heppnað útboð á nýju hlutafé í síðustu viku samhliða skráningu á Aðalmarkað Nasdaq gerir okkur kleift að nýta að fullu þau samlegðartækifæri sem felast í nýlegum kaupum okkar á norska fyrirtækinu Mørenot og ná fram hagræðingu í rekstri þess. Mikil þekking á veiðarfæragerð og fiskeldi ásamt öflugri vöruþróun hefur komið okkur í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessum mikilvægu greinum og við viljum halda áfram á sömu braut og efla Hampiðjuna enn frekar. Við erum sannarlega ánægð að sjá að fjárfestar deila með okkur þessari framtíðarsýn og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í fyrirtækið,“ segir Hjörtur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að um leið og Kauphöllin bjóði Hampiðjuna hjartanlega velkomna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sé þrjátíu ára skráningarafmæli félagsins á hlutabréfamarkaði fagnað. „Við óskum Hampiðjunni einnig til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð og við hlökkum til að styðja við félagið fram veginn með auknum sýnileika og aðgengi að breiðari hópi fjárfesta.“ Nasdaq Iceland Hampiðjan Kauphöllin Tengdar fréttir Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Hampiðjan tilheyri Neysluvörugeiranum (e. Consumer Discretionary) og sé ellefta félagið sem tekið sé til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. „Hampiðjan var stofnuð árið 1934 og er leiðandi á heimsvísu í þjónustu og þróun á vörum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og úthafsiðnað. Hampiðjan samanstendur af 51 fyrirtæki, með starfsstöðvar á 76 stöðum á 21 andssvæði, og teygir sig frá ysta odda í Alaska í vestri og til Nýja Sjálands í austri. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.000 manns. Vöruþróun og nýsköpun eru mikilvægir þættir starfsemi Hampiðjunnar og sá kjarni sem fyrirtækið byggir á en félagið er með 41 einkaleyfi fyrir ýmsar vörutegundir,“ segir í tilkynningunni. Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. Nasdaq Iceland Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að flutningurinn frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á aðalmarkaðinn sé mikilvægt skref fyrir Hampiðjuna. „Vel heppnað útboð á nýju hlutafé í síðustu viku samhliða skráningu á Aðalmarkað Nasdaq gerir okkur kleift að nýta að fullu þau samlegðartækifæri sem felast í nýlegum kaupum okkar á norska fyrirtækinu Mørenot og ná fram hagræðingu í rekstri þess. Mikil þekking á veiðarfæragerð og fiskeldi ásamt öflugri vöruþróun hefur komið okkur í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessum mikilvægu greinum og við viljum halda áfram á sömu braut og efla Hampiðjuna enn frekar. Við erum sannarlega ánægð að sjá að fjárfestar deila með okkur þessari framtíðarsýn og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í fyrirtækið,“ segir Hjörtur. Þá er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að um leið og Kauphöllin bjóði Hampiðjuna hjartanlega velkomna á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sé þrjátíu ára skráningarafmæli félagsins á hlutabréfamarkaði fagnað. „Við óskum Hampiðjunni einnig til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð og við hlökkum til að styðja við félagið fram veginn með auknum sýnileika og aðgengi að breiðari hópi fjárfesta.“ Nasdaq Iceland
Hampiðjan Kauphöllin Tengdar fréttir Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna. 5. júní 2023 10:52