Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:00 Kvennalið FH leggur mikið upp úr því að pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. „Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað. Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
„Það verður að hrósa FH. Þær voru gríðarlega vel undirbúnar og pressan þeirra í fyrri hálfleik var unaðsleg,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, einn sérfræðinga Bestu markanna. Þegar Margrét talar þá er best að hlusta enda er hún markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 79 mörk. Einnig skoraði hún yfir 200 mörk í efstu deild á Íslandi og tæplega 400 mörk í öllum keppnum. Ekki er verra þegar Helena Ólafsdóttir tjáir sig um fótbolta enda gríðarlega farsæl á sínum tíma með yfir hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hún tók undir orð Margrétar. Klippa: Pressa FH-inga gegn Selfoss „Þær eru að leysa þetta virkilega vel og þetta er greinilega vel æft. Þær spiluði mikið svona í fyrra. Þær eru ekkert að finna upp hjólið á þessu ári,“ segir Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bræðurnir Guðni og Hlynur Eiríkssynir leggja mikið upp úr því að leikmenn sínir vinni boltann ofarlega á vellinum til að vera sem næst markinu þegar sóknin byrjar. „Þetta var einmitt svo vel lesið hjá þjálfarateyminu, Guðna og Hlyn. Þær eru að mæta svolítið særðu liði Selfoss og þær keyrðu bara yfir þær. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum,“ segir Margrét Lára. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Faiena og Esther Rós Arnarsdóttir voru frábærar inni á miðjunni fyrir FH. Valgerður Ósk Valsdóttir var öftust á miðjunni og stýrði þeim fyrrnefndu í pressunni. „Elísa Lana var gríðarlega öflug. Það sem hún hljóp og djöflaðist. Shaina og Esther. Þær koma á svo miklum ákafa,“ segir Margrét Lára að endingu. Næsta umferð Bestu deildar kvenna hefst á mánudag með Þórs/KA gegn Selfossi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Áttunda umferðin klárast svo á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Að þeim loknum verða Bestu mörkin á sínum stað.
Besta deild kvenna FH UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. 6. júní 2023 22:00