„Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:06 Damir Muminovic er lykilmaður í vörn Blika vísir/hulda margrét FH og Breiðablik eigast við í stórleik 11. umferðar Bestu deildarinnar í dag. Liðin mættust síðastliðin mánudag í Mjólkurbikarnum og þá hafði Breiðablik betur 3-1. FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
FH-ingar vilja hefna fyrir það á heimavelli. „Mér finnst alltaf lang best að spila á Kaplakrikavelli. Með stuðningsmennina sér við hlið. Stemningin er alltaf geggjuð. Við munum mæta tilbúnir í leikinn því við þurfum að ná fram hefndum fyrir það sem gerðist á mánudaginn,“ segir Úlfur Ágúst Björnsson, sóknar- og miðjumaður FH-inga. FH-ingar börðust mikið í fyrri hálfleik og mikil orka fór í að spila á móti sterku liði Blika. „Það var eitthvað sem spilaði inn í eins og þreyta. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti og sjá sumt sem við getum gert betur. Fyrri hálfleikurinn var fínn. Við náðum að komast einu marki yfir. Svo gerðist eitthvað í seinni sem átti ekki að gerast,“ segir Úlfur. „Fyrir leikinn í dag erum við meira en tilbúnir,“ segir Úlfur. Mikil hátíð verður í Kaplakrika fyrir leikinn bæði fyrir og eftir leik. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Úlfur mun þurfa að komast í gegnum Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, til að skora í dag. Damir líst vel á leikinn og hrósaði FH-ingum. „Mjög vel. Þeir eru með gott lið og Heimir er að gera góða hluti með þá núna. Þannig þetta verður erfiður leikur,“ segir Damir. Damir er varnarmaður af guðsnáð og vill allra síst fá á sig mörk. Hann mun gera allt til að koma í veg fyrir að FH-ingar skori. „Við þurfum að loka fyrir þau göt sem við gerðum ekki í síðasta leik. Það er langt síðan við höfum unnið í Kaplakrika. Þetta er erfiður útivöllur,“ segir Damir. Breiðablik er ávallt meira með boltann í leikjum sínum og vilja pressa andstæðinginn ofarlega á vellinum. „Það er ekkert leyndarmál að við viljum vera með boltann í öllum leikjum sem við tökum þátt í. Stundum gengur það ekki. Þá þurfum við að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Damir. Grasvellir landsins komu illa undan vetri en unnið hefur verið að því að gera þá betri. Hingað til hefur verið erfitt að spila góðan fótbolta á grasvöllum. Blikar hafa fengið að kynnast því það sem af er móti. „Það má alveg búast við því. Ég hef ekki séð Kaplakrikavöll. Hann hlýtur að vera betri en hinir sem við höfum spilað á. Það ætti nú alveg að vera hægt að spila fótbolta á honum,“ segir Damir. Blikar byrjuðu ekki jafn vel og í fyrra en eru að ná vopnum sínum á ný. „Við byrjuðum ekki vel en höfum verið að finna taktinn aftur í síðustu leikjum. Það var mjög gott að koma til baka á móti Víking og jafna þann leik. Svo við förum ekki að missa þá allt of langt frá okkur,“ segir Damir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 15:00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Breiðablik Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira