„Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:59 Það var mikið um dýrðir í aðdraganda úrslitaleiks Meistarardeildar Evrópu eins og alltaf. vísir/getty „Stemningin verður frábær á vellinum og hún hefur verið frábær hér í borginni síðasta sólahringinn,“ segir Guðmundur Benediktsson. Hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá Ólympíuvellinum í Ataturk. „Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira
„Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Bodø/Glimt - Man. City | Haaland á heimaslóðum KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Sjá meira
„Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35
De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05
Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56