„Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður“ Jón Már Ferro skrifar 10. júní 2023 11:59 Það var mikið um dýrðir í aðdraganda úrslitaleiks Meistarardeildar Evrópu eins og alltaf. vísir/getty „Stemningin verður frábær á vellinum og hún hefur verið frábær hér í borginni síðasta sólahringinn,“ segir Guðmundur Benediktsson. Hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá Ólympíuvellinum í Ataturk. „Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Í gær virtust allir stuðningsmenn vera komnir. Stuðningsmenn Manchester City virðast yfirgnæfa borgina hér. Stuðningsmenn Inter líta út fyrir að vera færri. Það lítur allt út fyrir að það verði mikið fjör á Ataturk vellinum í kvöld,“ segir Guðmundur. Manchester City er líklegri aðilinn fyrir leikinn en það getur allt gerst í kvöld. „Allir nokkuð heilbrigðir knattspyrnu áhugamenn hafa trú á að Manchester City muni vinna þennan leik. Þeir eru með betra fótboltalið heldur en Inter. En það skemmtilega við þessa íþrótt að það er ómögulegt að segja til um hvað gerist í einum leik. Ég tala nú ekki um á hlutlausum velli. Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður. Maður heyrir það mjög á ítölum að þeir séu að gæla við að það verði annað kraftaverk hér átján árum eftir að Liverpool snéri við töpuðum leik gegn AC Milan,“ segir Guðmundur. Hann verður á vellinum og fær stemninguna beint í æð. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guðmundur lýsir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá leikvanginum sjálfum. Það gerði hann fyrst fyrir tíu árum þegar þýska stórveldið vann 2-1 sigur á erkiféndum sínum í Dortmund. „Ég get allavega sagt þér það að það er himin og haf á milli. Að sjálfsögðu forréttindi að fá að vera viðstaddur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn sem ég fer og lýsi. Ég var á Wembley þegar Bayern Munich vann Dortmund. Svo í Madríd þegar Liverpool vann Tottenham. Við erum í fjölmennustu borg Evrópu og það snýst allt um fótbolta hér. Þau eru óteljandi liðin í borginni hér. Maður smitast við þetta. Undirbúningurinn í dag er lokaundirbúningur því. Maður er búinn að undirbúa allt með liðin og leikmenn áður en maður kom út,“ segir Guðmundur. „Núna er maður að sjúga í sig loftið. Svo verður maður kominn á völlinn fjórum tímum áður en að leikur hefst. Leikurinn hefst seint á tyrkneskum tíma,“ segir Guðmundur að lokum. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35 De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05 Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. 10. júní 2023 11:35
De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 10. júní 2023 08:05
Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. 9. júní 2023 22:56