„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 18:00 Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. Aðsend „Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan. Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér: Tónlist Eurovision Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:
Tónlist Eurovision Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira