„Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 08:34 Bjarki Már Elísson er ungverskur meistari í handbolta. Twitter@telekomveszprem „Þetta var ekkert risastórt fyrir Veszprem því liðið hefur orðið 27 sinnum ungverskur meistari. En fyrir liðið sem er núna var þetta mjög stórt því það var ekki búið að vinna þetta í þrjú ár," segir Bjarki Már Elísson. Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki. Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki.
Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira