Fótbolti

Fyrstur til að vinna þrennuna og HM á sama tímabili

Jón Már Ferro skrifar
Julian Alvarez eftir að hafa orðið heimsmeistari með Argentínu.
Julian Alvarez eftir að hafa orðið heimsmeistari með Argentínu. Vísir/Getty

Argentíski framherjinn, Julián Álvarez skráði sig á spjöld sögunnar í gær þegar Manchester City vann Meistaradeild Evrópu.

Álvarez er fyrsti leikmaðurinn í sögu fótboltans til að vinna þrennuna og Heimsmeistarakeppni landsliða á sama ári. Þrennan samanstendur af ensku úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu.

Þrátt fyrir að hafa ekkert komið inn á í úrslitaleiknum í gær er afrek Álvarez eitthvað sem alla knattspyrnumenn getur aðeins dreymt um, að vinna Meistaradeildina. Álvarez er einungis 23 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér í boltanum.

Álvarez spilaði mjög mikilvægt hlutverk í argentíska landsliðinu á HM í Qatar. Hann var til að mynda valinn fram yfir Lautaro Martínez, framherja Inter Milan, í byrjunarliðið. Helsta ástæðan fyrir því var að Álvarez er gríðarlega duglegur og hljóp á við tvo við hlið Messi í framlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×