Þorgerður Katrín bregst við gagnrýni: „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:01 Samtökin sögðu Þorgerður Katrín hafa haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi. Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Þorgerður Katrín birti á facebooksíðu sinni fyrr í dag. Líkt og fram í frétt Vísis gær sendu Samtök fyrirtækja í landbúnaði frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi þann 9. júní síðastliðinn. um framlengingu niðurfellingar tolla á vörur upprunnar í Úkraínu. Samtökin segja Þorgerði Katrínu hafa gefið í skyn í umræðum á Alþingi að samtökin styddu ekki við Úkraínumenn í baráttu sinni gegn innrás Rússlands. Þá kemur fram að Þorgerður Katrín hafi haldið því ranglega fram að formaður samtakanna væri heiðursræðismaður Rússa á Íslandi og sagt það setja ábendingar samtakanna, um að vænlegra væri að velja önnur stuðningsform en niðurfellingu tolla til að styðja við Úkraínu, í enn verra ljós. Í yfirlýsingunni segjast samtökin „harma þennan rógburð alþingismannsins úr pontu Alþingis Íslendinga.“ Almannahagsmunir framar sérhagsmunum Í fyrrnefndri facebookfærslu segir Þorgerður Katrín að henni sé ljúft og skylt að leiðrétta þetta, eftir yfirlýsingu samtakanna þar um. „Þessi leiðu mistök breyta hins vegar ekki stóru myndinni og málinu sjálfu. Þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn og stöku þingmenn Sjálfstæðisflokks vildu ekki framlengja ákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara til að styðja við efnahags- og atvinnulíf þar í landi sem af augljósum ástæðum er í lamasessi. Og mér þykir það aumt af okkar hálfu. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda er komið í ljós að stuðningur okkar við Úkraínu er ekki skilyrðislaus. Stuðningur og samhugur þessarar ríkisstjórnar stöðvast við tollfrjálsar kjúklingabringur vegna skammtímahagsmuna þröngs hóps í atvinnulífinu. Sumir þingmenn hafa beinlínis viðurkennt að ákvörðunin hafi orðið vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði.“ Þorgerður Katrín tekur fram að á meðan hafi bæði Bretland og Evrópusambandið endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tollanna í breiðri sátt. „Í fyrrnefndri yfirlýsingu finna Samtök fyrirtækja í landbúnaði einnig að því að engar mótvægisaðgerðir fyrir íslenska framleiðendur hafi verið að finna hjá stjórnvöldum samhliða því að hugmyndir um að framlengja niðurfellingu tollanna voru viðraðar. Sem formaður Viðreisnar get ég ekki annað en boðið þau velkomin í hóp okkar sem berjumst fyrir stuðningskerfunum sem ESB tryggir bændum og ræktendum í okkar heimshluta og aðgengi að stærri markaði fyrir okkar frábæru íslensku vörur. Þá vona ég einnig að samtökin hætti að berjast fyrir sérreglum og undanþágum fyrir sig frá samkeppnislögum. Það er ekki margt sem við Íslendingar getum gert til að styðja Úkraínu. En við eigum að sjá sóma okkar í því að stilla okkur upp með þeim þjóðum sem eru samstíga okkur í baráttunni við afturhaldsöfl Pútíns,“ ritar Þorgerður Katrín og endar færsluna á þessum orðum: „Sjaldan hafa einkennisorð Viðreisnar átt betur við en í þessu máli - almannahagsmunir framar sérhagsmunum.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Skattar og tollar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira