Soros felur syni sínum stjórn á viðskiptaveldinu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2023 09:25 George Soros árið 2019. Hann er orðinn 92 ára gamall og hefur ákveðið að víkja fyrir syni sínum. AP/Ronald Zak Milljarðamæringurinn George Soros ætlar að láta yngri syni sínum eftir stjórn á viðskiptaveldi sínu. Hægrihreyfingar um allan heim haf gert Soros að sérstakri grýlu en sonurinn segist „pólitískari“ en faðir sinn. Viðskiptaveldi Soros, sem er 92 ára gamall, er metið á um 25 milljarða dollara. Alexander Soros er 37 ára gamall, eldri tveggja sona sem Soros átti með Susan Weber, annarri eiginkonu sinni. Soros á annan eldri son af fyrra hjónabandi sem var talinn líklegasti arftaki hans þar til að þeim sinnaðist. Hatur hægrimanna á Soros tengist framlögum hans til mannréttinda- og lýðræðismála víða um heim í gegnum félagasamtökin Open Society Foundation. Orðræða þeirra um Soros einkennist einnig oft af gyðingahatri og framandlegum samsæriskenningum. Alexander Soros segir við Wall Street Journal að hann ætli færa út kvíarnar í stuðningi við frjálslynd málefni og styrkja baráttu fyrir kosningarétti, þungunarrofi og kynjajafnrétti. Í því skyni ætli hann að nota fjölskylduauðinn til þess að styrkja frjálslynda frambjóðendur í Bandaríkjunum. Sonurinn lýsir sjálfum sér sem „pólitískari“ en faðir sinn. Þeir hugsi hins vegar eins. Hann hefur verið formaður Open Society Foundation frá því í desember. Síðan þá segist hann meðal annars hafa hitt leiðtoga Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, Lula Brasilíuforseta og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Lýsti Alexander Soros áhyggjum af því að Donald Trump kynni að ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna á næsta ári. „Eins og ég væri til í að fjarlægja peninga úr pólitíkinni verðum við að gera það líka svo lengi sem hinir gera það,“ sagði Soros sem virtist boða að fjölskyldan ætlaði sér að láta til sín taka í framlögum til frambjóðenda þar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Viðskiptaveldi Soros, sem er 92 ára gamall, er metið á um 25 milljarða dollara. Alexander Soros er 37 ára gamall, eldri tveggja sona sem Soros átti með Susan Weber, annarri eiginkonu sinni. Soros á annan eldri son af fyrra hjónabandi sem var talinn líklegasti arftaki hans þar til að þeim sinnaðist. Hatur hægrimanna á Soros tengist framlögum hans til mannréttinda- og lýðræðismála víða um heim í gegnum félagasamtökin Open Society Foundation. Orðræða þeirra um Soros einkennist einnig oft af gyðingahatri og framandlegum samsæriskenningum. Alexander Soros segir við Wall Street Journal að hann ætli færa út kvíarnar í stuðningi við frjálslynd málefni og styrkja baráttu fyrir kosningarétti, þungunarrofi og kynjajafnrétti. Í því skyni ætli hann að nota fjölskylduauðinn til þess að styrkja frjálslynda frambjóðendur í Bandaríkjunum. Sonurinn lýsir sjálfum sér sem „pólitískari“ en faðir sinn. Þeir hugsi hins vegar eins. Hann hefur verið formaður Open Society Foundation frá því í desember. Síðan þá segist hann meðal annars hafa hitt leiðtoga Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, Lula Brasilíuforseta og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Lýsti Alexander Soros áhyggjum af því að Donald Trump kynni að ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna á næsta ári. „Eins og ég væri til í að fjarlægja peninga úr pólitíkinni verðum við að gera það líka svo lengi sem hinir gera það,“ sagði Soros sem virtist boða að fjölskyldan ætlaði sér að láta til sín taka í framlögum til frambjóðenda þar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Varar við „dauða og eyðileggingu“ verði hann ákærður Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varaði í nótt því að „dauði og eyðilegging“ gæti fylgt því ef hann yrði handtekinn. Í sömu færslu kallaði Trump saksóknarann sem talinn er líklegur til að ákæra hann „úrkynjaðan geðsjúkling“ sem hataði Bandaríkin. 24. mars 2023 16:29
Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42