Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2023 08:31 Friðrik var úti í ellefu vikur hjá Nottingham Forest. Hann var aðeins í fríi í sjö daga. Vísir/sigurjón Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Friðrik Ellert Jónsson er nú kominn heim eftir skemmtilegar vikur við frábærar aðstæður. Friðrik er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum sem hefur áður unnið fyrir íslenska landsliðið og nú síðast Stjörnuna hér á landi. Í mars var Friðrik ráðinn til enska félagsins sem var lengi vel í mikilli fallbaráttu en liðið hafnaði í 16. sæti deildarinnar og verður þar af leiðandi áfram í deild þeirra bestu. „Þetta var stórt tækifæri og gaman að vera í stærstu deild í heimi og bara einstakt tækifæri að fá að vera í kringum svona stórt lið og svona flotta umgjörð,“ segir Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heldur áfram. „Leikmennirnir sjálfir eru ekkert öðruvísi en okkar strákar sem við eigum hérna heima. Þetta eru allt yndislegir gaurar og líta ekkert of stórt á sig eða neitt svoleiðis. En vissulega finnur maður fyrir stærðinni og pressunni frá þjálfarateymi að leikmenn eiga að vera klárir. Og svo þegar þú mætir á völlinn þá er allt gríðarlega stórt í kringum alla þessa leiki. Sviðið getur ekki verið stærra í heiminum en þetta.“ Hann segir að félagið hafi beðið hann um að koma til liðsins vegna mikilla meiðsla á leikmönnum liðsins. Þegar Frikki mætti út voru tólf leikmenn meiddir. Sömu eigendur „Þeir vildu að ég myndi semja í eitt til tvö ár en fyrst þeir samþykktu að semja í aðeins þrjá mánuði, og að ég myndi bara klára tímabilið, þá gekk þetta. Geggjað tækifæri fyrir mig,“ segir Friðrik sem starfar sem sjúkraþjálfari í Kringlunni hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Á þeim ellefu vikum sem hann var úti fékk hann aðeins sjö daga í frí og var vinnan því gríðarlega mikil. Hann ætlar ekki að semja við félagið á nýjan leik en útilokar ekki að fara aftur út í nokkrar vikur. Friðrik segir að það hafi í raun verið samband hans við Alfreð Finnbogason sem skilaði honum starfinu hjá Forest. „Þegar ég hitti á Alfreð Finnbogason úti þegar hann var hjá Olympiacos þá skoðaði ég ákveðinn leikmann hjá þeim aukalega. Þeir voru ofboðslega ánægðir með hvað ég fann út varðandi hann. Þannig að yfirsjúkraþjálfarinn hjá félaginu vildi strax fá mig í vinnu. Það eru sömu eigendur af Nottingham Forest og Olympiacos og það er í rauninni þessi sjúkraþjálfari sem bendir þeim á að fá mig til sín,“ sagði Friðrik Ellert að lokum. Sjá má viðtalið í frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira