Mbappé mun ekki framlengja í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 21:15 Mbappé virðist hafa fengið nóg af því að spila í treyju París Saint-Germain. AP Photo/Thibault Camus Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar. Mbappé var orðaður við Real Madríd síðasta sumar og var félagið tilbúið að greiða gríðarlega háa upphæð fyrir leikmanninn þó samningur hans hefði átt að renna út nú í sumar. Á endanum ákvað Mbappé að skrifa undir nýjan samning í París en sá rennur út sumarið 2024. Möguleiki var á að framlengja samninginn um eitt ár en leikmaðurinn hefur ákveðið að nýta ekki þann valmöguleika og verður því samningslaus næsta sumar. Kylian Mbappé, the star forward, has told his French team PSG that he will not renew his contract next year. His decision could force the team to pursue a sale of his rights this summer. https://t.co/XSwVU2CByz— The New York Times (@nytimes) June 12, 2023 Hinn 24 ára Mbappé hefur nú staðfest að hann muni ekki framlengja núverandi samning sinn og getur því farið frítt frá PSG næsta sumar. Vilji félagið fá eitthvað fyrir stjörnuna sína verður það að selja hann í sumar. Sama hvað gerist má reikna með miklum breytingum hjá PSG á næstu mánuðum en Lionel Messi hefur þegar samið við Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og þá er hinn brasilíski Neymar orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Mbappé gekk í raðir PSG fyrir tímabilið 2017/18. Alls hefur hann spilað 260 leiki í öllum keppnum fyrir félagið, skorað 212 mörk og gefið 98 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 68 leiki fyrir Frakkland og skorað 38 mörk. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Mbappé var orðaður við Real Madríd síðasta sumar og var félagið tilbúið að greiða gríðarlega háa upphæð fyrir leikmanninn þó samningur hans hefði átt að renna út nú í sumar. Á endanum ákvað Mbappé að skrifa undir nýjan samning í París en sá rennur út sumarið 2024. Möguleiki var á að framlengja samninginn um eitt ár en leikmaðurinn hefur ákveðið að nýta ekki þann valmöguleika og verður því samningslaus næsta sumar. Kylian Mbappé, the star forward, has told his French team PSG that he will not renew his contract next year. His decision could force the team to pursue a sale of his rights this summer. https://t.co/XSwVU2CByz— The New York Times (@nytimes) June 12, 2023 Hinn 24 ára Mbappé hefur nú staðfest að hann muni ekki framlengja núverandi samning sinn og getur því farið frítt frá PSG næsta sumar. Vilji félagið fá eitthvað fyrir stjörnuna sína verður það að selja hann í sumar. Sama hvað gerist má reikna með miklum breytingum hjá PSG á næstu mánuðum en Lionel Messi hefur þegar samið við Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og þá er hinn brasilíski Neymar orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Mbappé gekk í raðir PSG fyrir tímabilið 2017/18. Alls hefur hann spilað 260 leiki í öllum keppnum fyrir félagið, skorað 212 mörk og gefið 98 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 68 leiki fyrir Frakkland og skorað 38 mörk.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira