Ferðaþjónustan og stöðugleikinn Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 13. júní 2023 09:00 Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál ASÍ Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda. Bæta þyrfti innviði, byggja þyrfti upp nýja áfangastaði og afla þyrfti tekna frá atvinnugreinni. Einn ráðgjafanna varaði Íslendinga við að láta græðgi og skammtímasjónarmið ráða för og stefna að of hraðri fjölgun ferðamanna. Svo virðist sem ráðgjafarnir hafi talað fyrir daufum eyrum. Fáeinum árum eftir skýrslu ráðgjafanna, komu hingað 2,2 milljónir ferðamanna með tilheyrandi álagi á innviði. Jafnframt var ekki ráðist í almenna gjaldtöku í greininni enda voru fyrirtæki í ferðaþjónustu því alfarið mótfallin. Ferðaþjónustan þensluvaldur í hagkerfinu Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein. Á síðasta ári fluttu til landsins yfir 10 þúsund manns til að starfa á vinnumarkaði á sama tíma og mikill skortur er á húsnæði hér á landi. Mikil fjölgun ferðamanna hefur veruleg áhrif á hagkerfið, Seðlabankinn metur að vextir þurfi að verða enn hærri ef fjölgun ferðamanna verður umfram þeirra grunnsviðsmynd. Ef horft er á metnaðarfull áform Isavia, má búast við að áframhaldandi fjölgun á næstu árum. Er óeðlilegt að spurt sé, þola innviðir viðvarandi vöxt í fjölda ferðamanna? Er eðlilegt að greinin búi við skattalegar ívilnanir og að ferðamenn greiði ekki komugjald inn í landið? Verkalýðshreyfingin þekkir vel neikvæð áhrif hraðrar aukningar ferðamanna. Í rannsókn hagdeildar ASÍ frá árinu 2019 mátti sjá að helmingur krafna vegna launaþjófnaðar voru tengdar ferðaþjónustu. Störf í ferðaþjónustu eru gjarnan lægra launuð ásamt því að vera líklegri til að vera hlutastörf eða tímabundin störf. Hröð fólksfjölgun hefur ýtt undir óleyfisbúsetu hér á landi þar sem stór hópur býr við slæman húsakost. Ferðaþjónustan dró hagkerfið úr fjármálahruninu Það er staðreynd að ferðaþjónustan átti stóran þátt í að draga íslenskt hagkerfi hratt úr fjármálahruninu. Hún jók útflutningstekjur og skapaði fjölda nýrra og fjölbreyttra starfa um allt land. Það er einnig óumdeilt að hraður vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft í för með sér ýmsa vaxtaverki og neikvæð hliðaráhrif. Forystufólk Samtaka Ferðaþjónustunnar lítur því miður á að þeir sem bendi á þessar staðreyndir séu að finna ferðaþjónustu allt til foráttu. Óháð því er nauðsynlegt að tekin sé umræða um framtíð ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á vinnumarkaði og hagkerfið í heild. Ísland á að taka á móti ferðamönnum og þeim sem hingað koma til að starfa í greininni. Ísland á að hins vegar að gera það vel. Of hraður vöxtur einnar atvinnugreinar getur aukið áhættu þjóðarbúsins. Það er hvorki atvinnugreininni né Íslandi til góða að innviðir standi ekki undir fjölda ferðamanna. Það er heldur ekki ásættanlegt að launafólk í greininni geti ekki búið við góðan húsakost og góð starfsskilyrði. Ferðaþjónustan á að vaxa og dafna en pössum að hafa viðvörunarorð hinna erlendu ráðgjafa í huga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun