Toto vonar að Hamilton undirriti nýjan samning fyrir næstu keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 14:31 Toto Wolff vonar að Lewis Hamilton verði búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að nú sé það frekar spurning um daga en vikur hvenær sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton muni skrifa undir nýjan samning við liðið. „Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum. Akstursíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
„Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum.
Akstursíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira