Toto vonar að Hamilton undirriti nýjan samning fyrir næstu keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 14:31 Toto Wolff vonar að Lewis Hamilton verði búinn að skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að nú sé það frekar spurning um daga en vikur hvenær sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton muni skrifa undir nýjan samning við liðið. „Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum. Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
„Það mun gerast mjög fljótlega. Við erum að tala um daga frekar en vikur. Við erum að vinna í þessu,“ sagði Toto, aðspurður að því hvort Hamilton myndi undirrita samninginn fyrir kanadíska kappaksturinn sem fram fer um næstu helgi. „Ég er að fara að hitta hann seinna í dag. Kannski ræðum við þessi mál þá. Við eigum í svo góðu sambandi að ég kvíði fyrir því að þurfa að fara að tala um peningamálin við hann.“ Framtíð Hamiltons hjá Mercedes virtist í lausu lofti fyrir nokkrum vikum og veltu einhverjir því fyrir sér hvort hann myndi skilja við liðið og keyra um á rauðum Ferrari á næsta tímabili. Sjálfur hefur sjöfaldi heimsmeistarinn þó blásið á þær sögusagnir og nú stefnir allt í að þessi 38 ára gamli ökuþór haldi tryggð við Mercedes. Hamilton á sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Mercedes, en búist er við því að nýi samningurinn verði til nokkurra ára. Því má búast við því að Hamilton muni keyra Mercedes-bíl í Formúlu 1 eitthvað inn í fimmtugsaldurinn. Hamilton er sigursælasti ökuþór í Formúlu 1 frá upphafi og hefur unnið 103 af þeim 317 keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Þá hefur hann orðið heimsmeistari ökumanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar, ef frá er talinn Michael Schumacher sem einnig varð heimsmeistari sjö sinnum.
Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira