Þjónustustofnunin MAST Hrönn Ólína Jörundsdóttir skrifar 13. júní 2023 17:01 Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Stjórnsýsla Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kjarnastarfsemi Matvælastofnunar (MAST) er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna. En hvernig gerum við það og hver er ávinningurinn? Hver ber ábyrgð á matvælaöryggi og dýravelferð? Hvar hefst og endar ábyrgðarsvið MAST? Orðinu „eftirlitsiðnaður“ hefur oft verið fleygt fram í samfélagsumræðunni um eftirlitsstofnanir og þá gjarnan á neikvæðan hátt. Að mínu mati er eftirlitsstofnun í raun þjónustustofnun. Tökum Matvælastofnun sem dæmi. Hver er tilgangurinn með eftirlitsstofnuninni MAST og hver er ávinningurinn af starfsemi MAST fyrir samfélagið? Er MAST hugsanlega ekki síður þjónustustofnun en eftirlitsstofnun? Til að svara þessu þá þarf fyrst að vera skýrt að ábyrgðin á matvælaöryggi er ávallt hjá framleiðandanum sjálfum. Eins er ábyrgðin á velferð dýra ávallt á höndum eigandans. Hins vegar stendur MAST vörð um að þeir aðilar sem eru í matvælaframleiðslu, framleiði matvæli án þess að afurðin ógni heilsu neytandans og að dýraeigendur tryggi velferð sinna dýra. Öflugt eftirlit styður við matvælaframleiðendur og eigendur dýra í að fara eftir settum lögum og reglum. Skjólstæðingar okkar eru neytendur og málleysingjar, en viðskiptavinir okkar, eða þjónustuþegar (eftirlitsþegar), eru matvælaframleiðendur, bændur, dýraeigendur, innflytjendur og útflytjendur. Ávinningurinn af starfsemi MAST er því aukin velferð og verðmætasköpun í samfélaginu því með eftirliti MAST þróast sterkari og betri framleiðendur og öryggi neytenda og velferð dýra er tryggt. Því er MAST er ekki einungis eftirlitsstofnun, heldur einnig þjónustustofnun. En er raunverulega þörf fyrir MAST í samfélaginu? Í hinum fullkomna heimi væri ekki þörf á MAST frekar enn nokkurri annarri eftirlitsstofnun eins og Fjármálaeftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu, Lögreglunni o.s.frv. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og því miður er ennþá (og líklega alltaf) þörf á eftirlitsstofnunum. Öflugt eftirlit, sem er hnitmiðað, málefnalegt og skilvirkt vinnur MEÐ öflugum iðnaði, hvort sem það er matvælaiðnaður eða annar iðnaður. Meginþorri matvælaframleiðanda vinna af heilindum og metnaði og vilja gera vel. Gott samtal framleiðandans og eftirlitsaðilans er lykilatriði ásamt skilningi framleiðandans á tilgangi eftirlitsins. Þegar allt kemur til alls eru markmið framleiðandans og eftirlitsaðilans það sama, að afurðin ógni ekki öryggi neytandans. Þegar báðir aðilar vinna að þessu sama markmiði þá næst samhljómur. Hins vegar geta komið upp atvik, svo sem mannleg mistök, sem geta orsakað áhættu fyrir neytandann. Eins eru því miður alltaf aðilar inn á milli sem vinna ekki af heilindum og metnaði og þá annað hvort meðvitað eða ómeðvitað stofna öryggi neytandans í hættu. Öflugt eftirlit á að koma auga á þessa aðila og annaðhvort, sjá til þess að þeir geri úrbætur eða, í einstaka tilfellum, að stíga inn og stöðva framleiðsluna. Þetta öfluga eftirlit leiðir af sér aukið öryggi fyrir okkar skjólstæðinga og þar af leiðandi traust neytandans til iðnaðarins. Framleiðandi sem nýtur ekki trausts neytandans á ekki bjarta framtíð fyrir sér. Matvælastofnun veitir samfélaginu mikilvæga þjónustu. Það er á okkar ábyrgð að tryggja það að þjónustan okkar fylgi breytingum og þörfum samfélagsins. Það er okkar ábyrgð að Matvælastofnun sé lifandi stofnun sem þróist og dafnar eftir því hvað er að gerast og breytast í heiminum. Við verðum að vera tilbúin að bregðast við þegar nýjar ógnir birtast á sjóndeildarhringnum. En hvernig eflum við þennan samhljóm og samtal milli okkar í MAST og samfélagsins, milli okkar og þjónustuþeganna okkar? Ábyrgð MAST er að fræða, ræða og miðla okkar hlutverki, tilgangi og kjarnastarfsemi. Þessi grein er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð. Höfundur er forstjóri Matvælastofnunar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun