21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun