Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2025 09:02 Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun