Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2025 09:02 Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun