Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2023 21:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir slæmt að ekki hafi náðst að koma breytingum á lögreglulögum í gegn á Alþingi vegna ósamstöðu í ríkisstjórninni um þau mál. Stöð 2/Steingrímur Dúi Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44
VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00