„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2023 22:53 Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumeistari á Moss í Bláa lóninu, er stoltur af því að veitingastaðurinn Moss sé nú kominn með Michelin-stjörnu. Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“ Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Agnar Sverrisson yfirmatreiðslumeistari á Moss var nýlentur á Íslandi þegar fréttastofa fékk að hitta á hann á veitingastaðnum og kom hann beint frá Keflavík. Hann sótti verðlaunahátíðina í Turku, elstu borg Finnlands, þar sem meðal annars Íslendingar elduðu og reiddu fram mat fyrir hátíðargesti. Agnar hefur áður fengið Michelin-stjörnu en aldrei fyrir veitingastað á Íslandi fyrr en nú. Hann var á sínum tíma fyrsti Íslendingurinn sem fékk þann heiður að hljóta stjörnuna eftirsóttu. „Ég var með Michelin-stjörnu í tíu ár úti í Bretlandi og síðan kom ég hingað heim 2020 og er að fá hana núna aftur og í þetta sinn fyrir fyrir Bláa lónið, sem er frábært fyrir alla.“ Agnar sagði að stjarnan hefði mikla þýðingu fyrir hann en líka allt teymið á veitingastaðnum enda væri starfsfólkið fagmenn fram í fingurgóma. Breytir þetta einhverju fyrir staðinn? Sérðu fyrir þér að það verði aukin aðsókn? „Það er nú yfirleitt alltaf fullt hérna hvort eð er en auðvitað breytir þetta heilmiklu. Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu. Það er náttúrulega gríðarleg viðurkenning; öll umgjörðin og allt en auðvitað er þetta mér heiður. Þetta er bara frábært.“ Nú ertu kominn með stjörnuna og þá þarf að halda henni. Er það ekkert kvíðvænlegt? „Jú,jú það er kvíðvænlegt en við getum þetta alveg sko. Við gerum bara það sem við erum búin að vera að gera og reynum að gera það enn betur og þá hlýtur þetta að verða í lagi.“ Veitingastaðirnir Óx og Dill héldu sínum stjörnum í ár og bættist Moss í Michelin-stjörnuhópinn en fyrir utan þessa þrjá veitingastaði sem fengu hina eiginlegu Michelin-stjörnu þá mælir Michelin sérstaklega með fjórum öðrum íslenskum veitingastöðum; Súmac, Brút, Mat og drykk og Tides. En þessi sena á Íslandi, eru íslenskir matreiðslumenn að ná ansi langt? „Já, já, það hlýtur að vera. Það eru komnar þrjár stjörnur hérna á Íslandi en þær eru nokkuð fleiri á Norðurlöndunum en þau eru auðvitað stærri en jú, auðvitað erum við að gera vel.“
Matur Menning Veitingastaðir Íslendingar erlendis Michelin Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02 Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. 13. júní 2023 13:02
Moss í Grindavík fær Michelin-stjörnu Veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu í Grindavík er meðal veitingastaða á Norðurlöndunum sem geta skreytt sig með Michelin-stjörnu. Þetta var kunngjörnt í dag. 12. júní 2023 16:48