Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:44 Hin 49 ára Christine Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Getty Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31
Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49