Costner krefst þess að Baumgartner flytji út Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:44 Hin 49 ára Christine Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Getty Christine Baumgartner fór í síðasta mánuði fram á skilnað við bandaríska leikarann Kevin Costner. Nú segist Costner sjálfur eiga í vandræðum með að fá Baumgartner til að flytja út af heimilinu. Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
Hin 49 ára Baumgartner skilaði fyrir nokkrum vikum inn skilnaðargögnum en hún og Costner höfðu verið saman í um átján ár. Sagði hún ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“. Bandaríska slúðursíðan TMZ greinir nú frá því að í nýjum gögnum komi fram að Costner fullyrði að í kaupmála þeirra komi skýrt fram að hún eigi að yfirgefa húsið og taka með sér eigur sínar innan þrjátíu daga frá því að skilnaðarpappírum sé skilað inn. Það var gert 1. maí síðastliðinn. Fjölmiðlar segja nú að Baumgartner hafi enn ekki flutt út úr húsinu sem sé skráð á Costner og því hafi hann ákveðið að leita til dómstóla til að tryggja að það verði gert. Í nýju gögnunum kemur einnig fram að Costner hafi þegar greitt fyrrverandi konu sinni 1,2 milljónir dala í samræmi við áðurnefndan kaupmála. Þá segist hann reiðubúinn að greiða henni 30 þúsund dali í mánuði til að Baumgartner geti leigt sér húsnæði, auk þess að leggja til 10 þúsund dali til að standa straum af sjálfum flutningnum. Baumgartner hefur ekki tjáð sig um nýju gögnin sem Costner hafi skilað inn til yfirvalda. Baumgartner og hinn 68 ára Costner voru gift í átján ár og eiga saman þrjú börn – tólf, fjórtán og fimmtán ára. Kevin Costner var áður giftur Cindy Silva og eiga þau sömuleiðis þrjú börn saman. Þau giftust árið 1978 en skildu árið 1994. Costner á einnig son með Bridget Rooney sem fæddist árið 1996. Costner hefur á ferli sínum leikið í fjölda stórmynda, meðal annars Unforgiven, The Bodyguard og JFK. Hann er þó líklega þekktastur fyrir kvikmyndina Dansar við úlfa frá árinu 1990. Hann vann þá Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess að myndin var valin besta mynd ársins.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31 Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49 Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3. maí 2023 08:31
Kevin Costner afhjúpar 27 ára gamalt leyndarmál á bak við hið fræga Bodyguard-plakat Plakatið sem fylgdi rómantísku spennumyndinni Bodyguard frá árinu 1992 er þekktasta kvikmyndaplakat sögunnar. Flestir héldu að þar mætti sjá Kevin Costner halda á Whitney Houston en Costner leiðrétti þann misskilning á dögunum. 23. júní 2019 13:49