Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 16:00 Þrátt fyrir að verða 75 ára síðar á árinu lætur Warnock skapið enn hlaupa með sig í gönur. George Wood/Getty Images Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. Warnock hefur marga fjöruna sopið og sagðist vera hættur knattspyrnuþjálfun þegar Huddersfield bað hann um að koma og bjarga liðinu frá falli. Þegar hans gamla lið – Warnock þjálfaði Huddersfield fyrir 30 árum – hafði samband í febrúar síðastliðnum gat hann ekki neitað. Nú hafa hann og aðstoðarmaður hans, Ronnie Jepson, samþykkt að stýra liðinu í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. . ' ...#ProudHistoryNewBeginning | #htafc pic.twitter.com/zsHUzl6ZEH— Huddersfield Town (@htafc) June 14, 2023 „Þeir búa yfir gríðarlegri þekkingu og hæfileikum, það var ljóst eftir það sem þeir afrekuðu hér á síðustu leiktíð. Tenging þeirra við klúbbinn og stuðningsfólkið er einnig dýrmæt,“ sagði Jake Edwards, framkvæmdastjóri Huddersfield, þegar tilkynnt var að tvíeykið yrði áfram. Huddersfield var í 23. sæti af 24, stigi frá öruggu sæti, þegar Warnock og Jepson tóku við því. Liðið endaði í 18. sæti, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið. Hér að neðan má sjá þjálfaraferil Warnock sem spannar frá árinu 1980 til dagsins í dag. 1980–1981 Gainsborough Trinity 1981–1986 Burton Albion 1986–1989 Scarborough 1989–1993 Notts County 1993 Torquay United 1993–1995 Huddersfield Town 1995–1997 Plymouth Argyle 1997–1998 Oldham Athletic 1998–1999 Bury 1999–2007 Sheffield United 2007–2010 Crystal Palace 2010–2012 Queens Park Rangers 2012–2013 Leeds United 2014 Crystal Palace 2015 Queens Park Rangers 2016 Rotherham United 2016–2019 Cardiff City 2020–2021 Middlesbrough 2023– Huddersfield Town Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Warnock hefur marga fjöruna sopið og sagðist vera hættur knattspyrnuþjálfun þegar Huddersfield bað hann um að koma og bjarga liðinu frá falli. Þegar hans gamla lið – Warnock þjálfaði Huddersfield fyrir 30 árum – hafði samband í febrúar síðastliðnum gat hann ekki neitað. Nú hafa hann og aðstoðarmaður hans, Ronnie Jepson, samþykkt að stýra liðinu í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. . ' ...#ProudHistoryNewBeginning | #htafc pic.twitter.com/zsHUzl6ZEH— Huddersfield Town (@htafc) June 14, 2023 „Þeir búa yfir gríðarlegri þekkingu og hæfileikum, það var ljóst eftir það sem þeir afrekuðu hér á síðustu leiktíð. Tenging þeirra við klúbbinn og stuðningsfólkið er einnig dýrmæt,“ sagði Jake Edwards, framkvæmdastjóri Huddersfield, þegar tilkynnt var að tvíeykið yrði áfram. Huddersfield var í 23. sæti af 24, stigi frá öruggu sæti, þegar Warnock og Jepson tóku við því. Liðið endaði í 18. sæti, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið. Hér að neðan má sjá þjálfaraferil Warnock sem spannar frá árinu 1980 til dagsins í dag. 1980–1981 Gainsborough Trinity 1981–1986 Burton Albion 1986–1989 Scarborough 1989–1993 Notts County 1993 Torquay United 1993–1995 Huddersfield Town 1995–1997 Plymouth Argyle 1997–1998 Oldham Athletic 1998–1999 Bury 1999–2007 Sheffield United 2007–2010 Crystal Palace 2010–2012 Queens Park Rangers 2012–2013 Leeds United 2014 Crystal Palace 2015 Queens Park Rangers 2016 Rotherham United 2016–2019 Cardiff City 2020–2021 Middlesbrough 2023– Huddersfield Town
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira