Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 14:35 Adam Delimkhanov stendur hér fyrir aftan Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu. EPA/MIKHAIL METZEL Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23
Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15
Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent