Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2023 09:19 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira