Hamrarnir vilja meira fyrir Rice en Skytturnar eru að bjóða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2023 13:31 Sambandsdeildarmeistarinn Rice er eftirsóttur. Richard Heathcote/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur neitað fyrsta tilboði Arsenal í enska miðjumanninn Declan Rice. Englandsmeistarar Manchester City fylgjast náið með gangi mála. Arsenal hefur verið með hinn 24 ára gamla Rice á óskalista sínum í dágóða stund nú. Í dag var staðfest að Skytturnar hefðu boðið í leikmanninn en Hamrarnir hafi neitað tilboðinu þá og þegar. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic. EXCL: Arsenal have made opening offer to sign Declan Rice from West Ham. Tim Lewis & Karren Brady held talks at PL AGM (though Edu + Richard Garlick leading process). Man City now actively exploring own approach for 24yo @TheAthleticFC #WHUFC #AFC #MCFC https://t.co/pAYw3zTU7t— David Ornstein (@David_Ornstein) June 15, 2023 Eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á dögunum staðfesti David Sullivan, eigandi Hamranna, að Rice hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og að hann myndi yfirgefa það í sumar. Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum við West Ham er talið að félagið vilji meira en 100 milljónir punda [17,5 milljarða íslenskra króna] fyrir miðjumanninn öfluga. Í febrúar sagði David Moyes að það þyrfti að Rice yrði að öllum líkindum dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en skömmu áður hafði Chelsea keypt Enzo Fernandes á 107 milljónir punda. Rice hóf að spila með West Ham árið 2017 og hefur alls spilað 245 leiki fyrir félagið. Hann er uppalinn hjá Chelsea en gæti í haust spilað fyrir þriðja Lundúnafélagið. Það er ef Manchester City stígur ekki inn en Englandsmeistararnir eru taldir vera að vega og meta hvort þeir vilji bjóða í leikmanninn eður ei. Manchester City are actively exploring an approach for Declan Rice, according to reports— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Gæti farið svo að Kalvin Phillips færi í hina áttina en hann gekk til liðs við Man City síðasta sumar en hefur ekki átt sjö dagana sæla. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Arsenal hefur verið með hinn 24 ára gamla Rice á óskalista sínum í dágóða stund nú. Í dag var staðfest að Skytturnar hefðu boðið í leikmanninn en Hamrarnir hafi neitað tilboðinu þá og þegar. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic. EXCL: Arsenal have made opening offer to sign Declan Rice from West Ham. Tim Lewis & Karren Brady held talks at PL AGM (though Edu + Richard Garlick leading process). Man City now actively exploring own approach for 24yo @TheAthleticFC #WHUFC #AFC #MCFC https://t.co/pAYw3zTU7t— David Ornstein (@David_Ornstein) June 15, 2023 Eftir að West Ham vann Sambandsdeild Evrópu á dögunum staðfesti David Sullivan, eigandi Hamranna, að Rice hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og að hann myndi yfirgefa það í sumar. Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum við West Ham er talið að félagið vilji meira en 100 milljónir punda [17,5 milljarða íslenskra króna] fyrir miðjumanninn öfluga. Í febrúar sagði David Moyes að það þyrfti að Rice yrði að öllum líkindum dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en skömmu áður hafði Chelsea keypt Enzo Fernandes á 107 milljónir punda. Rice hóf að spila með West Ham árið 2017 og hefur alls spilað 245 leiki fyrir félagið. Hann er uppalinn hjá Chelsea en gæti í haust spilað fyrir þriðja Lundúnafélagið. Það er ef Manchester City stígur ekki inn en Englandsmeistararnir eru taldir vera að vega og meta hvort þeir vilji bjóða í leikmanninn eður ei. Manchester City are actively exploring an approach for Declan Rice, according to reports— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 15, 2023 Gæti farið svo að Kalvin Phillips færi í hina áttina en hann gekk til liðs við Man City síðasta sumar en hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01