Mikið betra en á Tene Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 15. júní 2023 21:07 Rætt var við fólk á öllum aldri fyrir austan í kvöldfréttum sem öll áttu sameiginlegt að njóta veðurblíðunnar í botn. stöð 2/skjáskot Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi. Það virðast hins vegar vera dökkar hliðar á öllum hitanum. Skógrækt ríkisins óttast að gróðureldar geti brotist út á Austurlandi vegna mikilla þurrka að undanförnu. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður var í beinni fyrir austan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún ræddi við bæði erlenda og innlenda ferðamenn og Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóra: „Við Sigurjón tökumaður tókum flugið hingað austur í morgun og þegar maður labbaði út úr flugstöðinni mætti manni svona rakt og heitt útlandaloft. Eins og það sem mætir manni á Tenerife,“ sagði Elísabet alsæl með að vera mætt austur. Fer suður til að kæla sig niður Ótrúlegt er hversu mikil áhrif veðrið hefur á fólk, segir Elísabet sem fór á stúfana og ræddi við fólk sem baðaði sig í sólinni. Neleka og Erik, frá Hollandi.skjáskot „Þetta var á óskalistanum. Náttúran er dásamleg,“ sagði Neleka Jonson frá Hollandi, spurð hvers vegna hún sé mætt hingað til lands. „Við giftumst fyrir fimmtíu árum en áttum þá ekki pening fyrir brúðkaupsferð þannig þetta er okkar síðari brúðkaupsferð,“ sagði Erik maður hennar sem er feginn að komast í íslensku náttúruna og þurfa ekki að horfa á hana á YouTube. „Við höfum fíflast með það þegar hitabylgjan var hérna 2021 í sextíu daga, að þá fara menn suður til að kæla sig niður. Það er einmitt það sem ég ætla næstu helgi, ég ætla að kæla mig niður,“ segir Lilja Björnsdóttir, íbúi á Egilsstöðum. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði eru komnir austur í frí, vel búnir. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði.skjáskot Er þetta svipað og Tene? „Þetta er bara betra, mikið betra. Mikið styttra ferðalag,“ sögðu þeir félagar sem böðuð sig í sólinni. Hefur ekki þungar áhyggjur Eins og áður sagði er þurr jarðvegur og bendir slökkvilið á Ausfjörðum á að fara varlega með eld og grill. „Við búum í miklu kjarrlandi og skógum hér þannig það er mikilvægt að þeir sem heimsækja okkur fari varlega með eld, eins og annars staðar auðvitað,“ sagði Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri brunavarna Austur-Húnavatnssýslu. Það er von á rigningu í næstu viku, dugar það til? „Ekki miðað við spánna sem ég sá í dag, einhverjir fimm millimetrar, það er ekki að fara að bleyta mikið í þessu,“ sagði Ingvar sem hefur þó ekki þungar áhyggjur af stöðunni enn. Gróðureldar Ástin og lífið Múlaþing Veður Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Það virðast hins vegar vera dökkar hliðar á öllum hitanum. Skógrækt ríkisins óttast að gróðureldar geti brotist út á Austurlandi vegna mikilla þurrka að undanförnu. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður var í beinni fyrir austan í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún ræddi við bæði erlenda og innlenda ferðamenn og Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóra: „Við Sigurjón tökumaður tókum flugið hingað austur í morgun og þegar maður labbaði út úr flugstöðinni mætti manni svona rakt og heitt útlandaloft. Eins og það sem mætir manni á Tenerife,“ sagði Elísabet alsæl með að vera mætt austur. Fer suður til að kæla sig niður Ótrúlegt er hversu mikil áhrif veðrið hefur á fólk, segir Elísabet sem fór á stúfana og ræddi við fólk sem baðaði sig í sólinni. Neleka og Erik, frá Hollandi.skjáskot „Þetta var á óskalistanum. Náttúran er dásamleg,“ sagði Neleka Jonson frá Hollandi, spurð hvers vegna hún sé mætt hingað til lands. „Við giftumst fyrir fimmtíu árum en áttum þá ekki pening fyrir brúðkaupsferð þannig þetta er okkar síðari brúðkaupsferð,“ sagði Erik maður hennar sem er feginn að komast í íslensku náttúruna og þurfa ekki að horfa á hana á YouTube. „Við höfum fíflast með það þegar hitabylgjan var hérna 2021 í sextíu daga, að þá fara menn suður til að kæla sig niður. Það er einmitt það sem ég ætla næstu helgi, ég ætla að kæla mig niður,“ segir Lilja Björnsdóttir, íbúi á Egilsstöðum. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði eru komnir austur í frí, vel búnir. Hafsteinn Elvar og Dagur frá Höfn í Hornafirði.skjáskot Er þetta svipað og Tene? „Þetta er bara betra, mikið betra. Mikið styttra ferðalag,“ sögðu þeir félagar sem böðuð sig í sólinni. Hefur ekki þungar áhyggjur Eins og áður sagði er þurr jarðvegur og bendir slökkvilið á Ausfjörðum á að fara varlega með eld og grill. „Við búum í miklu kjarrlandi og skógum hér þannig það er mikilvægt að þeir sem heimsækja okkur fari varlega með eld, eins og annars staðar auðvitað,“ sagði Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri brunavarna Austur-Húnavatnssýslu. Það er von á rigningu í næstu viku, dugar það til? „Ekki miðað við spánna sem ég sá í dag, einhverjir fimm millimetrar, það er ekki að fara að bleyta mikið í þessu,“ sagði Ingvar sem hefur þó ekki þungar áhyggjur af stöðunni enn.
Gróðureldar Ástin og lífið Múlaþing Veður Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira