Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 10:11 Guðni segist hlakka til að taka á móti gestum á Bessastöðum á sunnudag. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist eiga stærsta buffsafn Íslands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðastliðin ár. Forsetinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í tilefni af því að hann hyggst bjóða almenningi í heimsókn á Bessastaði á sunnudag milli 13 og 16. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16. Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16.
Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira