„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 12:06 Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. „Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent