Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 11:52 Sendinefnd forseta frá Afríku er stödd í Kænugarði en forsetarnir þurftu að leita sér skjóls þegar Rússar skutu eldflaugum að borginni. AP/Efrem Lukatsky Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Sendinefndin er skipuð forsetum frá Suður-Afríku, Senegal, Sambíu, Kómoreyjum og Egyptalandi. Þeir vilja bæði reyna að miðla mála milli Úkraínumanna og Rússa og reyna að tryggja að sendingar korns frá Úkraínu verði haldið áfram og reyna að kaupa áburð frá Rússlandi. Ferð forsetanna byrjaði í Bucha, þar sem rússneskir hermenn myrtu fjölmarga óbreytta borgara í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á meðan þeir voru þar var eldflaugunum skotið á Kænugarð. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex Kinzhal eldflaugar, sem eiga að vera ofurhljóðfráar, sex stýriflaugar og tvo dróna. [PHOTOS]: African Heads of State and Government earlier visited the City of Bucha in Ukraine and participated in a commemoration ceremony at a civilian mass burial site where hundreds of people were killed at the start of the conflict.#AfricanPeaceMission pic.twitter.com/resvqUDN3b— Presidency | South Africa (@PresidencyZA) June 16, 2023 Reuters hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að engar fregnir hafi borist af mannfalli eða alvarlegum skemmdum en lögreglan segir einhverja hafa særst og þá mögulega vegna fallandi braks. Blaðamaður Reuters sá bílalest forsetanna er henni var ekið inn í Kænugarð og var stoppað við hótel, þar sem forsetarnir fengu að fara inn og leita sér skjóls. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að eldflaugarnar vera skýr skilaboð til forsetanna. „Rússar vilja meira stríð, ekki frið,“ skrifaði hann á Twitter. Putin builds confidence by launching the largest missile attack on Kyiv in weeks, exactly amid the visit of African leaders to our capital. Russian missiles are a message to Africa: Russia wants more war, not peace.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) June 16, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. 16. maí 2023 16:29