„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2023 08:00 Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi. vísir/daníel Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“ Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“
Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn