Alls lyfti Lawrence 635 kg í gær, rúmum 70 kg meira en Kristín Þórhallsdóttir, sem tryggði sér 2. sætið í þyngarflokknum nokkuð örugglega og fór heim með silfrið.
Fyrra heimsmet Lawrence í hnébeygju var 246,5 kg sem hún setti á móti í Sheffield fyrr á árinu. Hún hefur smám saman verið að bæta metið, kroppa á það nokkur kíló í senn. Heimsmet hennar nú er því 249 kg.